Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 130
128 SAGA
veiztu að er sama og dale. En annars ræði eg aldrei
um nafn mitt eða n.öfn. ÞaS er annað, sem mig langar
til að tala um við þig, þessa stuttu stund þangafr til við
skiljum, því óliklegt er að við sjáumst framar á lífsleið-
inni. Viltu lofa mér því skilyröislaust og án allra und-
antekninga, að spila aldrei upp á peninga? Ahættulöng-
unin liggur í ættinni, — liggur líklega í öllum ættum, en
ef hún er aldrei iðkuð, þá smádofnar hún unz hún hverf-
ur meS öllu. En þeir sem einu sinni gerast ginningar-
fífl hennar um lengri tíma, verSa ofurseldir henni æfi-
langt. Eg veit hvaS eg tala um. Faöir þinn hjálpaSi mér
eitt sinn heima á Islandi, langt fram yfir þaS sem bræSur
eru vanir að gera. Eg veit aS hann ætlaSist ekki til
launa, en mér væri þaS ósegjanleg ánægja, ef eg gæti átt
þá vissu í syndum seldri sál minni, aS sonur hans yrSi
ekki þaS flak á þjóSarsænum hérna, sem mér finst aS
eg sé, og þá fyndist mér eg hafa grynt á skuld minni
viS hann. Þess vegna vil eg biSja þig, Kári minn, í
nafni trúar þinnar, drengskapar þíns og þjóSernis þíns,
aS gefa mér hátíSlegt loforS um, aS þú aldrei framar
snertir á peningaspili, hvorki í smáum né stórum stíl.’’
“Eg lofa því,” svaraSi drengurinn alvarlega, meS
tár í augum, en föSurbróSir hans tók þétt í hönd hans,
og leit andtak undan, til þess aS hylja geSshræringu sína.
Svo tók hann lítinn böggul upp úr vasa sínum, sem
hann rétti Kára og mælti:
“Þennan pakka biS eg þig aS færa móSur þinni, á-
samt kveSju minni. En eins biS eg þig og hana aS