Saga: missirisrit - 01.06.1926, Side 133
SAGA 131
Jimmi segir nú samt, aS hann sé sá mesti hel— prakkari,
sem stígi niSur tveim fótum á þessa jörS. Ja, þaS er
nú saga aö segja frá því. AuSvitaS hefi eg ekki nema
frásögn Jimma um þetta. Máske Mr. Thorndale hafi
sagt þér sína sögu, en máske hann hafi nú ekki gert
þaö samt.
Nú, það er nú eins og þú manst, aS þá margvaraSi
eg Mr. Thorndale viS aS spila viS annan eins svikahrapp
og Jimma, og sagSi honum söguna af þér, sem varS þér
til láns. Og hann tók því öllu vel. Já, eg held þaS nú
svo sem. Og mér kom ekki til hugar aS hann færi aS
spila viS hann, eins og eg var þó búin.n aS lesa yfir hon-
um. Tn Jimmi hélt aS þetta væri einhver dauSans vo-
meta skepna og viSvanings-græningja-rola, sem yrSi
fláS á fáeinum mínútum, og gengi svo þegjandi burt og
gréti beisklega, eins og þar stendur. En þar skriplaSi
hann nú á skötu, eins og sá gamli forSum daga.
Já, eg skal bara segja þér, aS Jimmi var ljótur und-
Jr brúnina morguninn eftir aS þiS voruS farnir. Ekki
samt af því aS þiS voruS farnir, heldur af því, aS þessi
fjandans karl, eins og hann nú líka kvaS á, hefSi náS af
sér yfir tvö þúsund dölum um nóttina. ÞaS hefir kann-
ske ekki veriS svona mikiS, en Jimmi sór sig um aS
Mr. Thorndale hefSi klófest alla sína peninga, illa og
góSa, og hefir hann líklega meint meS þvi, bæSi þá
peninga, sem hann hefir náS í spilum frá öSrum, og líka
unniS fyrir, og hlýtur þaS aS vera meira en smáræSi.
Og veiztu svo bara hvaS, hérna Kári, skal eg segja