Saga: missirisrit - 01.06.1926, Síða 134
132 SAGA
þér! Þa‘5 hefir víst or'ðið eitthvaS róstusamt hjá þeim
upp á síðkastið, því bæði var Jimmi allur blár og flumbr-
aður, og svo segir hann og sver sig um það, að silfur-
krossinn, sem Mr. Thorndale ber í silkihálsbandinu, hafi
verið rýtingur. Hugsaðu þér bara, Kári. Krossinn
rýtingur! Efri partur hans handfang, en neðri hlutinn
slíður utan. um stinghnífinn, sem hægt var að draga úr
slíðrum á augabragði. En það er nú svo sem ekki alt
búið með þessu, maður lifandi! Ja, því segi eg það!
Lengi skal manninn reyna. Nei, óekkí. Það var ekki
alt búið með það. Jimmi sór sig til skrattans, ef það
væri ekki heilagur sannleikur, að drykkarflaskan hans
úr leðrinu, sem var næstum sakleysislegri en krossinn,
fyrir manna sjónum, hafi ekkert annað verið en hag-
lega útbúið Ieðurhylki utan um tvær skammbyssur. Þurfti
ekki annað en styðja á fjöður í hylkinu, þá opnaðist
það, og marghleypurnar lágu þar hlaðnar og handhægar.
Eitthvað hefir gengið á, skal eg segja þér, úr því
Mr. Thorndale þurfti á hvorttveggja að halda, krossinum
og flöskunni — hérna rýtingnum og skammbyssunni,
ætlaði eg að segja. Jimmi sagði okkur ekkert um við-
ureign þeirra, en hann sagði að sjálfur — eins og hann
líka kvað nú á — mætti treysta þessum flökkurum, þótt
þeir virtust vopnlausir og nógu meinleysislegir, því hann
sagði að þessi náungi mundi aldrei hafa unnið ærlegt
handarvik, heldur farið svona um og spilað upp á pen-
inga, því aldrei á sinni lífsfæddri æfi sagðist hann hafa
þekt annan eins spilara og aðra eins sjálfsstjórn og undra