Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 135
SAGA 133
hepni, og hefSi hann þó þekt þá marga magnaSa æfin-
týramennina í ríkjum Jónatans frænda.
ViS hérna erum alveg vissir um þaS, aS þegar Jimmi
var búinn aS tapa svona miklu, þá hefir hann. ætlaíi aS
sýna Mr. Thorndale í tvo heimana, og hræSa hann meS
valdi og vopnum til aS skila aftur pen.ingunum, því hann
hefir sjálfsagt álitiS hann vopnlausan. Thorndale þá
ekki seinn á sér, skal eg segja þér, aS sýna honum verri
hliSina á krossinum og vatnsflöskunni.
Þetta bréf er nú orÖiS lengra en flest þau bréf, sem
eg hefi skrifaS um æfina, aS undanteknum fáeinum bréf-
um til Islands, sem eg skrifaSi fyrst eftir aS eg kom
hingaö, en. er nú löngu hættur. Svo eg ætla nú aö slá
botninn í þaS og biS þig aö fyrirgefa klóriö. Eg hefi svo
engu viS þetta aS bæta, nema aö Jimma var þetta mátu-
legt fyrir meöferSina á þér og fleirum. ÞaS er lækk-
aöur í honum rostinn núna. Og eg segi bara eins og
eg hefi sagt, aS Mr. Thorndale er ærlegur karl, hvaö
sem aörir segja.
MeS ósk um góSa líSan og kærri kveöju til þín og
þinna. Og vertu svo blessaöur og sæll.
ÞaS mælir þinn einlægur og ónýtur vin,
George Simpson
(fyrrum Gunnlaugur SigurSsson)."
Þ. Þ. Þ.