Saga: missirisrit - 01.06.1926, Page 143
SAGA
141
Rétttrúnaðarvissan og
sannleiksþráin.
I aöalmusteri alheimsins, sat konungurinn eini og
almikli í hásætinu hæsta, sem var einnig æSsta dómara-
sætiö í öllum heimunum.
Frammi fyrir honum stóö bláklædd kona, þreytuleg,
aldurhnigin, skartklædd, mikilúðleg. ViS fætur hennar
lá ung kona í böndum. Hold hennar, blátt og blóörisa,
brent og saxaö, sást víöa í gegnum ræfla þá, sem blá-
klædda konan haföi fleygt yfir hana til aö skýla nekt
hennar.
Bláklædda konan mælti:
“Þú ert konungur lífs og dauöa, himins og jaröar?”
“Rétt segir þú, dóttir góö,” svaraöi alvaldurinn
henni.
“Þér í hæstum hæöum, sé lof og þökk!’’ hrópaöi hún
hátíðlega, meö lofgerö í augum, og knéféll konunginum
eitt augnablik, en kom um leið viö bandingjann, og á
samri stundu skinu heiftár- og haturslogar úr augum
hennar. Hún stóö á fætur í skyndi og ávarpaði alvald-
ínn eftirfarandi orðum, og var auöheyrt aö henni var
niikiÖ niöri fyrir:
“Þoksins hefir mér tekist þaö, faöir, aö komast meö
hana alla leiö til þín, svo hún fái sín makleg málagjöld.