Saga: missirisrit - 01.06.1926, Qupperneq 144
142 SAGA
Allar mínar betrunartilraunir hafa orðiö árangurslausar
viö hana. Eg hefi pínt hana og kvalið látlaust í þúsundir
ára. Eg hefi látið hana hungra og þyrsta, svo hún hefir
eigi mátt mæla. Eg hefi haldið henni í myrkvastofum,
þangað til hold hennar rotnaði sundur. Eg hefi látið
hana drekka eiturbikarinn, unz hún varð blá sem Hel.
Eg hefi skotið hana með öllum skotfærum jarðarinnar.
Eg hefi brýnt öll eggjárn á hana, sem heimurinn hefir
yddað og eggjað, til að saxa hana í sundur með. Eg
hefi sett hana í öll piningarverkfærin, til að teygja hana
sundur og saman, unz eg varð að stinga upp i eyrun,
svo að kvalaóp hennar klyfu ekki höfuð mitt. Eg hefi
drekt henni, brent hana, hálshöggvið hana, krossfest
hana, kyrkt hana, stangað hana, grýtt hana, aflimað
hana, heltroðið hana. Og eg hefi bannfært hana, gert
hana útlæga, og hrakið hana út á refilstigu frá samneyti
alls, sem lífsanda dregur. Já, eg hefi dæmt hana til helj-
arkvala oftar en eg hefi augum deplað. Og nú eftir
alt þetta ógnar erfiði, er hún verri viðfangs og hortugri,
en þegar eg byrjaði að vanda um við hana fyrst, og
snúa henni frá villu síns vegar. Hún hefir verið mér
verri viðfangs, voldugi herra, en allar syndirnar á jörðinni
samanlagðar. Eg er orðin dauðþreytt á að stríða við
hana. Hefndu mín, faðir !”
“Hefir þú eigi sjálf, dóttir góð, alt af verið að
hefna þín á henni?” spurði konungurinn alvarlega.
“Eg hefi að eins agað hana og refsað henni, svo hún