Dagrenning - 01.10.1947, Síða 13

Dagrenning - 01.10.1947, Síða 13
kirkjan brigðist skylclu sinni, mátti þó ætla að einhverjar aðrar stofnanir eða félagsskap- ur fyrirfj'ndist í þjóðfélaginu, sem þess mætti vænta af, að tæki að sér viðhlítandi forustu um a. m. k. sómasamlega framkomu gagn- vart þeirn þjóðum, sem Guð hafði sent til að vemda og verja ísland í ógnum stvrjaldar- innar. Alþingi gat ekki haft forustu þar um vegna fvrri mótmæla og ríkisstjórnin ekki heldur bæði vegna þess, að hún er þjónn Alþingis, en einkum vegna hins, að innan vébanda hennar voru menn, sem þá þegar höfðu feng- ið fyrirskipun um það frá erlendum yfir- boðurum sínum að hefja rógsherferð á ís- landi gegn hinum engilsaxnesku þjóðurn. Þessir menn voru kommúnistarnir í ríkis- stjóminni. En frá sjónarmiði alþjóðar mátti það þó varla minna vera en að sænrilega heiðarlega yrði skilist við þær þjóðir, sem höfðu sent svni sína hingað okkur til vernd- ar, þótt land vort væri einnig eftirsótt vígi í baráttu þeirri, sem hinar engilsaxnesku þjóð- ir háðu gegn kúgunaröflum „mvrkravalds- ins“, er þá birtast í gcnd þýzkra nasista og ítalskra fasista. Auðvitað hefðum við átt, sem siðmenntuð þjóð, að bjóða frarn þjón- ustu okkar í þessari baráttu, að því leyti, sem við gátum og hægt var að ætlast til af okkur. En íslenzka þjóðin varð jafn heill- um horfin um forustu á þessu sviði sem um forustu kirkjunnar á því, er áður var nefnt. Og hvers var raunar annars að vænta? Á Alþingi var 5. hver þingmaður fimmti- hercleildarmaðm í þjónustu þess erlends stórveldis, sem hleypt haíði af stað síðustu heimsstyrjöld, í því augnamiði einu, að koll- varpa hinu demokratiska skipulagi í heimin- um og koma þar á einræði. Nokkru fvrir lok ófriðarins hafði riki þetta gefið h'lgis- mönnum sínum leynilega fyrirskipun um að hætta ekki ófriðnum heldur búast þegar til nýrrar sóknar gegn Bandaríkjum Ameríku. Þetta ríki var Soviet-Rússland. Meðal þjóð- arinnar var 5. hver kjósandi á bandi þessa ríkis og var þannig beint eða óbeint fimmtu lierdeildarmaður. Ofan á þetta beina fylgi við fimmtu herdeild Rússa bættist það, að innan allra hinna þriggja flokkanna voru menn, sem voru svo andlega sljóir, að þeir gerðu ráð fyrir því, að því er virðist í fullri alvöru, að takast mætti að vinna með fimmtu herdeildinni án þess að glata þyrfti sál og samvisku. Bar allmjög á þessum mönn- um sérstaklega við háskólann. Stjórn Banda- ríkjanna var auðvitað orðin augljós fyrir- ætlun Rússa um áframhaldandi st\'rjöld gegn lýðræðisríkjunum, áður en lrinni fyrri stvrjöld lauk, og það mátti raunar hverjum manni með sæmilega óbrjálaða dómgreind vera það ljóst, eftir að Potsdam-fund- urinn fór út um þúfur 2. ágúst 1945, að um enga samvmnu yrði framar að ræða milli Rússa og Engiísaxa, enda hefir hún engin verið síðan, heldur sívaxandi fjandskapur sérstaklega af hálfu Rússa. Af þessari ástæðu fór stjórn Bandaríkjanna frarn á að fá að hafa hér sterka herstöð áfram — helst um nokkuð langan tírna — og var slíkt í raun og veru mjög eðlilegt og ekki nerna það, sem hver stórþjóð gerir undir líkum kringumstæðum. En Rússar höfðu komið ár sinni vel fyrir borð hér á landi. Fimmti hluti Alþingis- manna var rússnesk „fimmta herdeild", þriðjungur þáverandi ríkisstjórnar sörnu- leiðis og fimmti hluti allra kjósenda í land- inu höfðu af frjálsum vilja gerst handbendi hinnar rússnesku fimmtu herdeildar. í þeim hópi voru fjöldamargir kennarar og prestar auk alls þess ráðvilta „verkalýðs", sem hafði látið blinda sig með lýgi og loddarahætti kommúnista. En fimmta herdeildin hér á landi hafði komið sér og sínum enn betur fyrir en þetta. „Guðsafneitarinn" hafði skipað fimmtu- DAGRENNI NG

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.