Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 14
lierdeildarmenn í allar kennarastöður lands- ins, sem losnað höfðu á þeim tíma, sem hann var ráðherra. Hann safði skipað fimmtuher- deildarmenn formenn allra skólanefnda í land- inu og fimmtuherdeildarmönnum hafði ver- ið lætt inn í allar stofnanir ríkisins, æðri senr lægri, en þó höfðu fjórar stofnanir, sérstak- lcga verið valdar úr, þær stofnanir eru: Ríkisútvarpið, háskólinn, Landsbankinn og Stjórnarráðið. Kommúnistar vissu að njósna- og áróðurstarfsemi varð því aðeins rekin að nokkuru gagni að þessar stofnanir væru sem tryggilegast fléttaðar í net þeirra. Hver einasti kommúnisti, hver sem liann er og hvort sem liann er sér þess meðvitandi eða ekki, gerist njósnari og svikari við sitt föður- land, ef þess er krafist af honum frá „æðri stöðum,“ þ. e. af hinurn rússnesku yfirboð- urum hans. Njósnarstarsemi sú, sem nú er rckin af íslenzkum kommúnistum í öllum stofnunum þjóðarinnar er rniklu meiri en sú sem Þjóðverjar ráku hér á landi fyrir stríð. Þessum njósnum stjórna hér eins og annars staðar innlendir fyrirsvarsmenn kommúnista fyrst og fremst, en því hægara, er að koma öllum upplýsingum á franrfæri sem sendiráð Rússa eru nær, eins og sýndi sig best í Kanada njósnunum og nú í hinni stór- kostlegu njósna og skemdaverkastarfsemi, sem verið er að afhjúpa í Suður-Ameríku. En fimmta herdeildin átti enn eitt höfuð- vígi, sem hún hafði unnið með lygum sínurn og blekkingum og hjálp skammsýnna manna í öðrum flokkum. Það vígi var Alþýðusam- band íslands. Það tæki er tiltölulega gagns- laust í njósnarstarfsemi kommúnista — jafn- ast ekki einu sinni allt saman á við einn góð- au „fulltrúa" í Landsbankanum eða í Stjórn- arráðinu, enda er því tæki ekki ætluð njósn- arstarfsemi heJdur er því fvrst og fremst ætluð skemmdarstarfsemin þegar þar að kemur að til hennar þarf að taka. Nú í sumar var Alþýðusambandinu í fyrsta sinn beitt, eða réttara sagt, það var gerð fyrsta tilraun til að beita því í sumar, er stöðva átti síld- veiðarnar. Það sýndi sig þá að kommúnist- um er óhætt að treysta á sambandið til skenmidarverka, enda var verkfallið aðeins gert til þess að fá úr því skorið. Flestir þeirra manna, sem flæktir eru í njósna, áróðurs og skennndarverka-neti konnnúnista hér á landi, vita ekki um hví- líka óheillabraut þeir'eru gengnir út á, enda er þeim fullkomin vorkunn þar sem hinir svonefndu stjórnmálaleiðtogar keppast um að ná þessum finnntu herdeildarmönnum í samfélag við sig, sem þeir þó allra manna bezt ættu að vita, að enga hugsjón eiga aðra en þá, að hneppa alþjóð manna í rússneska einræðisfjötra. Konnnúnistar vita mæta vel, að senn líður að lokaátökunum í veröldu vorri milli Engil- saxa annars vegar og Rússa hins vegar. Konnnúnistar vita einnig mæta vel hvoru megin þeir eiga að standa og hvert verk þeim er ætlað að vinna í átökum þessum. Og þar sem þeir hafa selt Rússum bæði sál sína og samvizku hafa þeir engar áhyggjur út af því þó þeir teymi umkomulítinn og hugs- unarlausan lýð á eftir sér út á glæpabrautina. En konnnúnistarnir eru þegar öllu er á botninn h\’olft ekki ámælisverðastir. Þeir trúa því, að Rússar muni „fresla" heiminn og þeir trúa því, að þeir sjálfir séu réttu meg- in í baráttunni, sem yfir stendur, og þeirri, sem óhjákvænrilega kemur. En hinir, sem sjá þetta og skilja en láta þó allt reka á rciðamim, það eru þeir, sem helzt ber að varast. Hinir svonefndu Framsóknarkommúnistar, Sjálfstæðiskommar og svokallaðir vinstri-kratar (sem er raunar algjört rangnefni) eru langsamlega fyrirlit- legastir allra og hættulegastir öryggi þjóðar- innar, því að þeir láta hafa sig til þess að blekkja og afvegaleiða þjóðina. Þeir menn eru liættulegastir því á þeim varar þjóðin 12 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.