Dagrenning - 01.10.1947, Síða 15
sig síst. Þeir menn vita vel, hvað þeir eru
að gera, en hins vegar cru niargir meðal
komnuánista „blindir“.
Og það er grátlegt að þurfa að segja það,
en það verður að segjast, af því að það er satt,
að í þeim hópi eru háskólamennirnir íslenzku
vel flestir. Mér er ekki kunnugt um neinn
háskólakennara, sem telur sig í flokki komm-
únista og sé einhver slíkur til, þá hefir hann
sig lítt í frammi. Hins vegar eru þeir taldir
til annara flokka — helzt til Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins — en reka dyggi-
lega erindi kommúnista með því að hafa
forgöngu um að svívirða þær þjóðir, sem við
eigum það að þakka, að þjóðin var ekki drep-
in niður og verðmæti hennar eyðilögð í síð-
asta ófriði, af hinum þýzku morðsveitum Hitl-
ers. Fremst í flokk þessara háskólamanna
hafa skipað sér aðallega hinir yngri menn
rneðal kennara liáskólans. Hvenær, sem
konnnúnistum liefir legið á mannsliði til
þess að svívirða Bandaríkin á einn eða ann-
an lrátt, í ræðu eða riti, liefir einhver þeirra
jafnan verið reiðubúinn — enda hefir þó
nokkur hópur þeirra tekið við upphefð sinni
úr hendi „guðlastarans". —
Það er nreira en grátlegt, að sú stofnun,
sem íslenzka þjóðin hefir lagt svo rnikið á
sig til að koma á fót og viðhalda, háskóhnn,
skuli, er mest á ríður, bregðast svo gjörsam-
lega, að hún gengur í lið með verstu fjand-
mönnum frelsis og mannréttinda, fimmtu
herdeild Rússa, þegar þjóðin þurfti helzt á
leiðsögn liennar að halda.
En sú hefir raunin á orðið og fyrir því
þarf enginn neins góðs að vænta frarnar úr
þeirri átt, heldur ber að gjalda varhuga við
öllu, sem þaðan kemur.
Er þá útrætt um þennan „útvörð" íslands,
háskólann, hann er aðeins ein ný, kölkuð
gröf í viðbót við allar hinar. #
VI.
Fyrir fáum árum heyrðist ekkert orð jafn-
oft sem orðið „hlutleysi". Það var á þeim
dögum er Þjóðverjar og Rússar voru að
sýkja hin demókratisku þjóðfélög af einræð-
ispestinni. Hlutleysi, hlutleysi! kvað við
alls staðar. Meiri blekking hafði þá aldrei
verið borin fram fyrir þjóðir heimsins en
hlutleysiskjaftæðið. Allir áttu að vera hlut-
lausir í öllu, annað var „skaðlegt fyrir þjóð-
félagið“ — „hættulegt hagsmunum ríkisins
og framtíð þess“. Flestir voru svo einfaldir
að þeir hálfdáleiddust af þessari hlutleysis-
þvælu og fáir revndu að kryfja til mergjar hið
eiginlega innihald þessarar kenningar. Meim
áttuðu sig ekki á því að þetta vai skipulagður
áióður, sem kommúnistar og nasistar notuðu
ti 1 þess að eitra þjóðfclögin og greiða vegiim
fyrir skaðræðiskenningum sínum. En þegar
betur er aðgætt er augljóst, að það er gjör-
samlega ómögulegt livorki fyrir þjóð né
einstaklinga að vera hlutlaus í neinu því
máli, sem nokkru skiptir. Kristur hafði og
sagt mönnum, að þetta væri ómögulegt. „Sá,
sem ekki er með mcr, er á móti mér,“ er
haft eftir honum og einnig hitt: „Sá, sem
ekki samansafnar með mér, hann sundur-
dreifir," og það var einmitt það, sem hlut-
leysis mennirnir gerðu. Þeir „sundurdreifðu",
gerðu bæði þjóðir og einstaklinga ráðvillta.
Ilvernig á nokkur maður í lýðræðislandi
að geta verið hlutlaus gagnvart þeim fyrir-
ætlunum einræðisríkis, að svifta hann og
alla þjóð hans þeim réttindum, sem hún
hefir unnið sér í lengri eða skemmri bar-
áttu og' telur sína dýrmætustu eign?
Ib'ernig á að vera hlutlaus gagnvart
hry'ðjuverkiun og morðum á saklausu fólki?
Hvemig á að vera hlutlaus gagnvart lýginni
og rógburðinum? Eitt meginverkefni hlut-
leysis kjaftæðisins var að líða það nrótmæla-
laust, að hinar engilsaxnesku þjóðir væm
DAGRENNING 13