Dagrenning - 01.10.1947, Page 37

Dagrenning - 01.10.1947, Page 37
þeirra einungis þrunginn óheillavænlegum grun um hörmungar. Svo sem spáð var, bíða þeir nreð ótta, þess, sem í vændum er hér á jörðu, því „kraftar himnanna“ eru þegar teknir að bifast. # „Tíma heiðingjanna" eða valdaleyfi þeirra lauk árið 1914, og þeim verður steypt af stóli og ríki Krists stofnað. Það er þar nreð ljós- lega sannað, að Drottinn hlýtur að vera við- staddur, stofnun ríkis síns og nota mátt sinn til þess að mola þjóðirnar eins og leirker, því að það er á „dögum þessara konunga“, að Guð himinsins stofnai ríki sitt í ísrael, og það inun knosa og að engu gera ölí þessi ríki. (Dan. 2. 44.) Það er í samræmi við þetta, er vér erum sjónarvottar að því að ríki nútím- ans skjálfa, liðast í sundur og hrynja til grunna; það er undirbúningur að stofnun ríkisins „sem ekki getur raskazt." Drottinn hefir nú verið að efna loforð sitt við þá, sem liafa rétta vökumanns aðferð. — Sælir eru þeir þjónar, sem húsbóndinn finn- ur vakandi er hann kemur. „Sannlega segi ég yður, liann mun binda bclti um sig, láta þá setjast við borð og fara til að þjóna þeim.“ (Lúk. r2. 37.) Einmitt þannig hefir hann opnað oss ritningarnar, birt oss sannleikann um dýrðareðli sitt, tilgang, aðferð og komu- tíma, og hvernig hann birtist hinum trúu þjónum sínum. Hann hefir vakið athvgli vora á spádómum, sem staðsetja oss á iðu tímans, og sýnt oss hvernig hann ætlar að starfa á uppskerutímanum. I fyrsta lagi sýnir hann oss að hinir heilögu eiga nú að vera full- þroskaðir og þeir eiga að uppskerast og skilj- ast frá illgresinu, og í öðru lagi á lieimurinn nú að uppskera endurgjald illsu sinnar — vínviður jarðar er af skorinn og troðinn í reiði-vínþröng almáttugs Guðs. Ilann hefur lýst fyrir oss báðunr uppskerunum. (Op. 14. 1—4, 18—20.) Á þessu viðburðaríka tímabili verður kirkj- an frelsuð og upphafin, svo sem lofað var. Megin áhugamál hinna heilögu er nú hve- nær, hvernig og hvar þeir öðlist lausnina. Drott'nn vor sagði oss, að jafnskjótt og vér sæum tákn þess, að atburðir uppskeru- tímans færu að gerast mættum vér vænta þess, að hinar dýrðlegu vonir vorar tækju að rætast. Fyrir því lyftum vér höfðum nú, er vér sjáum hin fjölmörgu dæmi um þessi tákn og fögnum í voninni um dýrðina, sem kemur á eftir, því „það morgnar“. Eigi er fögnuð- ur þessi síngjarn í eðli sínu, því lausn og upp- hefð kirkjunnar er undanfari skjótrar frelsun- ar þjóðanna undan kúgun og oki hins mikla liarðstjóra. „því við vitum að öll skepnan stvnur og liefir fæðingarhríðir ... bíðandi eftir ... endurlausn líkama vois“ — „líkama Krists“ (Róm. 8. 22, 23); því samkvæmt ráð- stöfun Jahve getur hin nýja skipan heims ekki orðið fullkomin fyrr en stjórnandinn mikli, Kristur allur, höfuð og líkami, er kominn til fullra valda. Það er sýnt að þessi líkami verður að frels- ast mjög bráðlega, þar eð ákveðið er að ísrael skuli frelsaður nú og verða þá hinar reiðu þjóðir knúðar með valdboði til þess að hafa kvrrt um sig og verða látnar viðurkenna mátt Drottins smurða. Ekki er oss beinlínis sagt hve langt sé þangað til hinir síðustu af nú- Jifandi limum á Jíkama Krists verða dvrðlegir gerðir, en það verður áreiðanlega ekki fvrr en þeir hafa lokið störfum sínum í holdinu. Veitið athylgi orðum meistarans: „Vakið til þess að þér megið teljast þess verðir að umflýja allt þetta, sem fram mun koma.“ (Lúk. 21. 36.) Vér vitum að vér erum nú komnir í þrengingamar. Vér umflýjum þær ekki þannig að verða numdir lirott frá hörm- ungunum, heldur með því að vér erum studd- ir og styrktir mitt í þeim, samkvæmt orði Drottins, sem er skjöldur vor og hlíf. (Sálm. 91. 4.) DAGRENNING 35

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.