Dagrenning - 01.10.1947, Qupperneq 40

Dagrenning - 01.10.1947, Qupperneq 40
frelsi, fyrst ísrael og loks öllum kveinandi skepnum jarðar). Heyr varðmenn þína, þeir hefja upp raust sína allir í einu, þeir æpa fagnaðaróp, því að með eigin augum sjá þeir Drottinn hverfa aftur til Zionar.“ Vesalings særðu fætur, sem menn fyrir- líta nú; engir kunna að meta rétt forréttindi yðar, aðrir en þér sjálfir. Engir, nema þér, skilja hvílíkt yndi þér hafið af að birta sann- indi nútímans og lýsa yfir því, að nú sé kom- ið að stofnun ríkisins í ísracl, og stjórn guð- legs réttlætis sé að hefjast til þess að færa öllum lýðum jarðar blessun. Þótt fætur Krists og köllun þeirra sé fyrirlitið af mönnum, er það í hávegum haft handan við tjaldið, af þeim limum á líkama Krists, sem þegar eru orðnir dýrðarinnar aðnjótandi og af höfðinu dýrðlega, sem er fúst til að kannast við hina trúu þjóna frammi fyrir liástól föðurins og öllum liinum heilögu sendiboðum hans. Ætlunarverk „fótanna" er eigi lítilvægur hluti af starfi konungsríkisins, er það verð- ur fullkonmað. Þótt boðskapur þeirra sé, um þessar mundir, vanmetinn og þeir séu fyrir- litnir af heiminum og kallaðir heimskingjar (sökum Krists) — og svo hefir verið um alla trúa þjóna á öld fagnaðarboðskaparins, — munu þeir eigi að síður, sem erindrekar konungdómsins liafa skráð svo mikið' um liann, og störf lians í nútíð og framtíð, áður en þeir umbreytast og sameinast þeim, senr dýrðlegir eru orðnir handan við tjaldið, að þar verður hin dýrmætasta fræðsla fy'rir heim- inn, fyrir þá óþroskuðu, og þá sem svo rnikl- um þunga voru hlaðnir, að þeir gátu eigi farið nógu hart til þess að hljóta verðlaunin. Vér skulum eigi gleyma því, að allir þeir, sem til fótanna teljast, taka þátt í því að boða þessi góðu tíðindi í Zion: (Zion er stjórnarsetur Drottins í ísrael — engil-sax- neska ríkinu.) „Guð þinn er seztur að völd- um!“ — Ríki Krists er stofnað! Og allir, sem eru trúir vökumenn geta nú augljóslega séð það, eins og einn nraður, og þeir geta í sam- ræmdri einingu sungið hinn nýja söng um Móse og lambið — söng endurbótanna, sem skýrt er skráður bæði i lögmáli Móse, sem „einungis var skuggi þess góða, sem koma skal,“ og enn skýrar í opinberunum um lamb Guðs, þeim sem skráðar eru í Nýja testamentinu. Þar segir: „Réttlátir og sann- ir eru vegir þínir, allar þjóðir rnunu koma og tilbiðja frammi fyrir þér.“ (Op. 15. 3, 4.) Þeir, sem af „fótunum" eru, munu smám saman liverfa frá núverandi verksviði sínu, þar senr þeir eru oft þreyttir, þótt þeir séu alltaf ánægðir. Þeir hverfa inn fyrir tjaklið — „umbreyttir“ í einu vetfangi, á einu auga- bragði, frá dauðleika til ódauðleika, frá veik- leika til máttar, frá niðurlægingu til dýrðar, frá mannlegu umhverfi til þess himneska, frá holdlegum líkömum til andlegra. Starí þeirra hættir ekki við breytinguna, því að allir þeir, sem teljast þess verðir, að öðlast dýrðina, munu þegar vera innritaðir í þjónustu kon- ungdómsins handan við tjaldið; einungis þreytan af starfinu hverfur við breytinguna —„Þeir skulu fá hvíld frá störfum, en verk þeirra fy'lgja þeim.“ (Op. 14. 13.) „Unibreyting“ þessara „fót“-liða mun leiða þá í það samfélag dýrðar og máttar, sem hin- ir, er sváfu, eru þegar komnir í, þeir munu verða „hrifnir á braut frá jarðnesku umhverfi og sameinaðir „Drottni í himninum“ — við andlega stjórn heimsins. — Iliminn sá, sem hér er nefndur, táknar andlega stjórn eða vald. Satan hefur lengi verið „valdhafinn í loftinu“ (Ef. 2. 2.) og hefir haft að samverka- mönnum og meðstjórnendum marga hina miklu úr Babylon, sem eru svo haldnir af blindandi villu hans, að þeir halda, í sann- leika, að þeir séu að þjóna Guði. „Valdhafi loftsins“ verður bundinn og blekkir engan frarnar, og hið mikla anclkristilega skipulag mun líða undir lok með miklum gný, er hinn nýi höfðingi loftsins tekur við stjórn og reis- 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.