Dagrenning - 01.10.1947, Side 44
nefnd „gróðrar“-hátíð, sem felur í sér sama
hugtak og sumarhátíð — frumskeruhátíð
— ísraelsmanna. Þcssi hátíð virðist því vera
flutt frá sumrinu til miðsvetrar, en nafninu
„til gróðrar“ sé þó haldið.
Páskahátíðin eða minningarhátíð ísraels-
manna um burtför þeirra úr Egyftalandi var
haldin í apríl, rneðal Norðmanna var líka
ein hátíð haldin í apríl, en hjá þeirn sem sum-
arhátíð, „at sumri“ eða mót sumri, en þó
nefnd „sigurblót,“ sem óneitanlega minnir
á hebresku orðin: zkr blvt (les: zeker balot,
samkvæmt massorita stafsetningu), sem þýð-
ir: minningarmáltíð (eða minningarkjöt-
veizla); enda er lítt hugsanlegt, að „sigur-
blót“ geti átt við vor og sumar í þeirri merk-
ingu, að hátíðiu eigi að skoðast sem sigur-
beiðni til guðanna, beiðni um vernd og hjálp
þeirra í stríði manns við rnann.
Hátíðirnar þrjár hjá Norðmönnum eru
■eiginlega eingöngu tengdar við tímaskipti:
\7etrarkomu, árskomu og sumarkomu, en
nöfn þeirra benda þó öll til annars, vetrar-
komuhátíðin til árshátíðar, árshátíðin til
vors eða sumarhátíðar, og sumarkomuhátíð-
in heklur sínu upprunalegu nafni, ef „sigur-
blót“ táknar minningarhátíð.
Iljá ísraelsmönnum voru það karlar einir,
sem koma áttu á aðalhátíðarnar, fornu hátíð-
irnar en ekki konur. Hjá Norðmönnum
munu líka karlar einir hafa sótt hátíðirnar
þrjár, blótin þrjú, sem lögboðin voru.
IV.
NOKKUR ORÐ NOTUÐ í GUÐS-
ÞfÖNUSTUMÁLINU NORRÆNA.
Blót. Hebreska orðið: „blvt“ þýðir: neyta,
eta að fullu, einkum þó um kjötát. Ef nor-
ræna orðið blót er frá þessum stofni ættað,
þá táknar það kjötmáltíð, enda var kjöt aðal-
maturinn við slíkar hátíðir bæði hjá ísraels-
mönnum og Norðmönnum.
Sónarblót. Þetta orð minnir á hebresku
orðin „saan blvt,“ sem þýðir: friðarmáltíð,
eins og „zeker blvt“ þýðir minningarmál-
tíð, og Sigurblót á norrænu er víst frá þess-
um orðum komið.
Blótspá. í orðinu blótspá (blótspánn, blót-
spár) virðist síðari hlutinn eiga uppruna sinn,
ætt sína að rekja til hebreska orðsins: sabag,
sem þýðir að vinna eið, og „fella blótspán"
þýðir þá eiginlega: að leita véfrétta við heit-
lof hátíðarinnar, því hebreska orðið: phll
(phalal) þý'ðir biðja, biðja fyrir einhverjum,
leita frétta til guðanna, samanber Jer. 37,3,
er Zedekia konungur gerir sendiboða til
Jeremía spámanns, að hann leiti frétta Guðs
urn, hvað verða rnuni, með þessum orðum:
„Bið þú fvrir oss til Drottins, Guðs vors.“
Og fær það svar frá spámanninum, að Guð
hafi ákveðið að eyðileggja borgina. Orðið
fella í sambandinu „fella blótspán“ á ekkert
skylt við sögnina: fella, þ. e. varpa til jarðar,
sem er kornið frá „phll 1“ því að fella í
„fella blótspán“ er komið frá „phll II“, og
fella í sambandinu: fella hugi saman mun
vera konrið frá „phll 11“ eins og í ,jfella blót-
spán.“
Hlaut og hlautteinn. Á hebresku er til orð,
sem heitir halót í fleirtölu og þýðir: fómar-
kökur eða skoðanabrauð og tóne sem þýðir:
málmfat eða málmskál. Ef norrænu orðin
hlaut og hlautteinn eru í ætt við þessi he-
bresku orð, sem ekki er ólíklegt, þá hefðu
norrænu orðin, í byrjun að minnsta kosti,
átt að tákna þetta: hlaut = brauð eða kök-
ur, senr komið var með til hátíðahaldsins,
og hlautteinn = fat það eða skál, sem kök-
urnar voru geymdar í eða færðar goðunum
í sem fórnarhluti þeirra. Ekki er það ólíklegt,
að þýðing þessara orða hafi breytzt síðar,
svo að „hlaut“ tákni blóð Jrað, sem guðunum
var fært sem fórn; ef það þá ekki þýðir blóð-
kökur, eða kökur gerðar úr blóði fómardýr-
anna, því að lítill hluti blóðsins hefir verið
42 DAGRENNING