Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 46

Dagrenning - 01.10.1947, Blaðsíða 46
Edómítar — Assyríumenn. DAGRENNING liefir orðið þess vör, að sumum lesendum hennar hefir þótt kenna ósamræmis í þeirri tilgátu A. J. Ferris, að Þjóðverjar væru afkomendur Esaú, og þeirri tilgátu, sem ég hafði áður haldið fram, að þeir mundu vera Assyríumenn hinir fornu. Við fyrsta tillit sýnist svo, sem hér sé um nokkurt ósamræmi að ræða, en við nán- ari athugun kemur í ljós, að þessar tilgátur þurfa ekki að vera andstæður. Eins og lesendur muna, heldur Ferris því fram, að á fyrstu öldum kristninnar hafi germanskir þjóðflokkar hvað eftir annað komið úr austurvegi og lagt undir sig Ev- rópu. Hann telur, eins og fræðimenn al- mennt, að þessi þjóðflokkur liafi greinst í tvær aðalgreinar: Vestur-Germani (Engla, Saxa, Norðmenn o. fl.) og Austur-Germani (Gota, Vandali o. fh). Samkvæmt kenningu Ferris hafa Vestur-Germanir verið afkorn- endur Jakobs — ísraelsmenn hinir fornu ■*-, en Austur-Germanir verið afkomendur Esaú, lrróður Jakobs, eða Edómítar hinir fornu. Sé þetta rétt, sem líklegt má telja, er ekki ólíklegt, að einmitt þessi hluti þýzku þjóð- arinnar búi í Vestur- og Suðvestur-Þýzka- landi, því að þeir hafa fylgt ísraelsmönnum — Vestur-Germönum — eftir, út að strönd- inni, en dreift sér síðan yfir þessi landsvæði. Edómítarnir eða Austur-Germanarnir fornu búa því í vesturhluta Þýzkalands og suðurhluta þess og í Austurríki. Það er at- hyglisvert, að einmitt af þessu svæði voru flestir aðalleiðtogar nazistanna, er undir- bjuggu og stjórnuðu síðustu árásinni á Engil- saxa. En þeir þjóðflokkar, sem byggja þá hluta Þýzkalands og Austurríkis, sem nú voru nefndir, er ekki nema önnur aðalgrein hinn- ar þýzku þjóðar. Hin greinin eru Prússarnir, sem búa í norðurhluta landsins og austur- hluta þess og eiga frændur í Tékkóslóvakíu og Vestur-Póllandi. Það eru einmitt þessir þjóðflokkar, sem mestar líkur eru fyrir að séu afkomendur hinna fornu Assyríumanna eða Húna, senr stökktu Austur-Germönum — eða Gotum — undan sér af þessum slóð- urn, og sennilega hafa sezt þar að, enda er Prússland kallað Húnaland í fornum, nor- rænum sögum. Þýzkur fræðimaður, dr. Swaner, lét svo um mælt 1910, í sambandi við þessa tilgátu um uppruna Þjóðverja: „Það þarf víst engan að undra, þótt það ætti eftir að konra í ljós, að Bretar væru afkomendur Israelsmanna, né heldur, að Þjóðveijai séu blendingur Assyríumanna og Filistea, erfðafénda ísiaels.“ * Vera má, að ég reyni síðar að gera þessu efni betri skil, en nú er auðið hér. Mér þykir mjög sennilegt, að tilgáta Ferris um að, a. m. k., nokkur hluti þýzku þjóðarinnar sé afkomendur Esaú, en eins líklegt þykir mér og hitt, að hinn meginhluti hennar, Prússar og frændur þeirra, séu af annarri grein og þá helzt komnir af Assyringum hinurn fornu. Staðreynd er, að Þjóðverjar nútímans eru mjög blandaðir, en þó má þar glögglega greina tvo megin stofna, hinn germanska stofn, sem nú býr í vesturhluta og suður- hluta landsins, og prússneska stofninn, sem býr í norður- og austurhluta Þýzkalands og að nokkru í núverandi Póllandi (Austur- Prússlandi). Líklegt er að vesturbyggjarnir séu hinir fornu Edómítar, en austurbyggj- arnir afkomendur Assyringa hinna fornu. J. G. 44 DAGRENNI NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.