Dagrenning - 01.04.1948, Page 16
JÓNAS GUÐMUNDSSON:
Landl vængjaþytarins,
C<PÁDÓMAR verða ekki teknir alvar-
lega“, er oftast viðkvæðið hjá þeim
mönnum, sem einhvem snefil telja sig liafa
fengið af hinni svonefndu vísindalegu þekk-
ingu vorra tíma. Ekki einu sinni guðfræð-
ingarnir taka spádóma Biblíunnar alvarlega,
og þó sagði Herrann Jesús Kristur:
„Þetta eru mín orð, sem ég talaði við
yður, rneðan ég enn var með yður, að
rætast ætti allt það, sem ritað er í lög-
máli Móse, spámönnunum og sálmunum
um mig.“ (Lúk. 24., 44).
Vel mættu þeir guðfræðingar og aðrir, sem
gjöra lítið úr þeim mönnum, sem eru að
revna að sýna fram á hið dásamlega gildi
spádómanna í Biblíunni, gjarnan minnast
þessara orða meistarans oftar en þeir gera.
En við slíka menn þýðir sjaldnast að
tala né að reyna að opna augu þeirra.
„Sjáandi munu þeir sjá, en þó ekki skynja,
hevrandi munu þeir heyra, en þó ekki skilja.“
— Hin svonefnda vísindalega guðfræði og
efnishyggjuvísindin eiga samleið í andstöð-
unni við spádómana, og er þetta í rauninni
ekki svo óeðlilegt, þegar á það er litið, að
bæði hin vísindalega guðfræði og efnishvggju
vísindin hafna í raun og veru kenningunni
urn sjálfstætt framhald lífsins. Það má og
segja, að ýmsir trúflokkar, sem ekki liafna
sannleiksgildi Biblíunnar, láti sig flestir spá-
dóma hennar litlu skipta, því að þeir finna
og sjá, að spádómarnir verða hvorki skildir
né skýrðir með þeim hætti, sem almennt
er við hafður af forustumönnum þessara
trúflokka. Hjá fæstum þeirra vottar
fyrir nokkrum skilningi á þeim undirstöðu-
atriðum, sem nauðsvnlegt er að þekkja, til
þess að unnt sé að skýra spádóma Biblíunnar
af nokkru viti.
Það skal sagt, að við, sem höllumst að
þcirri hrevfingu, scm nefnd hefir verið brezk-
ísraelska-hreyfingin, — og sem ég vil taka
skýrt fram, að er enginn sértrúarflokkur í
neinu tilliti, — höfnum algjörlega skoðun-
urn hinnar svonefndu vísindalegu guðfræði
og efnishvggjuvísindanna á spádómum Biblí-
unnar, og teljurn þær niðurstöður, sem þar
cru fengnar, bæði rangar og villandi og þar
af leiðandi beinlínis skaðlegar fvrir trúarlíf
almennings og almenna þekkingu. Við telj-
um, að fullsanna megi, ef réttum aðferðum
er beitt, að spádómar Biblíunnar séu, margir
hverjir, svo hárréttir, að engu skeiki, er máli
skiptir.
Við tökum fram, að augljóst er, að enginn
spádómur verður skilinn til fulls — sízt af
öllu af almenningi —, fyrr en hann er fram
kominn. Þess \egna ber þeim, sem fást við
spádómsþýðingar, að fara mjög varlega í að
skýra spádóma, sem augljóslega cru ekki
komnir frarn, jafnvel þó sjá megi, að þeir
séu að rætast.
Margir spádómar eru þó svo Ijósir, þótt
þeir séu enn ekki komnir fram, að vel má
segja fvrir samkvæmt þeim í aðalatriðum
jafnvel stórfellda, hcimssögulega atburði. En
14 DAGRENNING