Dagrenning - 01.10.1948, Page 3
DAGRENNING
5. TOLUBLAÐ
3. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
OKTÓBER 1948
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Simi 1196
JþÚ VERÐUR AÐ VELJA“ heitir smágrein ein i ensku tímariti, sem
H Dagrenningu barst. nú nýlega. Vafalaust þykir mörgum þessi grein
allt of „gamaldags“, því að hún gerir ráð fyrir því að Satan sé til, en eins
og kunnugt er, hefir nýguðfrceðin og allur senni tima kenniskapur „af-
skrifað“ djöfulinn, svo að það má telja hann alveg úr sögunni, „visinda-
lega“ talað. Samt sem áður fannst mér smágrein þessi svo athyglisverð og
ólik þvi, sem almennt gerist, að ég þýddi hana lauslega i þeim tilgangi,
að verða formálsorð Dagrenningar að þessu sinni.
Greinin er á þessa leið:
„1 nýlokinni heimsstyrjöld var það altítt, að menn töluðu svo sem
vopnaviðskiptin milli ófriðarþjóðanna vœru baráttan milli „góðs og ills“.
Auðvitað meintu menn það ekki bókstaflega, þvi að það voru fæstir, sem
gerðu sér þess fulla grein, að hernaðarátök stórveldanna eru ekki nema
einn áfangi — að vísu stórkostlegur og hrœðilegur áfangi — í miklu stór-
kostlegri og voðalegri átökum, sem staðið hafa yfir frá þvi í dögun veraldar
vorrar, baráttunnar milli rétts og rangs, Ijóss og myrkurs, lifs og dauða,
— milli Jesú Krists, frelsara vors, annars vegar, en Satans, erki-óvinar alls
mannkyns, hins vegar.
Um aldaraðir hefir Jesú Kristur boðið bœði konum og körlum að hlýða
á þann sannleika, sem mundi gera þau frjáls.
Satan hefir blekkt menn og konur með lýginni og á þann veg hneppt
þau i hina tortimandi fjötra syndarinnar.
Öll saga mannkynsins hefir verið og er enn endurkast þessarar stór-
felldu, an dl e gu baráttu um sálir mannanna.
DAGRENNING 1