Dagrenning - 01.10.1948, Page 4

Dagrenning - 01.10.1948, Page 4
I ..... i I Bak við hinar lokkandi freistingar Satans, sem eru svo glœsilegar og i skinandi hið ytra, er ekkert nema myrkur, spilling og dauði fyrir þd, sem heillast af lygum hans. En bak við loforð Jesú eru nœstum ótrúlegar gjafir | allsnœgta, meðan hér er dvalið, og eilift lif i hinum komandi heimi. Milli þessara tveggja húsbrenda getur mannkynið valið eins og vilji og skapgerð hvers einstaks stendur til. Og — vér komumst ekki hjá þvi að velja. Vér getum ekki þjónað báðum, og vér gctum heldur ekki komizt fram hjá spursmálinu með þvi að neita allri þjónustu, — segjast hvorugum vilja þjóna. Ef vér þjónum ekki Jesú, verðum vér, — hvort sem okkur likar það betur eða ver, — hjálparkokkar Satans og Heljarsinna hans við það starf að fullkomna vora eigin tortímingu, bœði i þessu lifi og hinii, sem biður vor að grafar baki. Kristur gerði oss þetta svo Ijóst, að ekki j verður um villst, þegar hann sagði: „Enginn getur þjónað tveimur herrc j um, þvi annað hvort mun hann hata annan og elska hinn, eða aðhyllast j annan og litilsvirða liinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammon.“ En þjónusta við Krist krefst af hverjum og einum þjónustu við með- bræður sína, meðlimi hinnar miklu mannlegu fjölskyldu Hans, og þá j þjónustu verður þess vegna að inna af hendi i óeigingjörnum tilgangi. Ef vér störfum ekki að því, að safna sálum mannanna i sauðahjörð „Hins góða hirðis“, erum það vér, sem raunverulega eigum sök á því, að þcer villist af leið og hafni undir valdi Satans. Enn á ný knýja orð Krists oss til þess, að horfast i augu við hinn is- ; kalda sannleika: „Sá, sem ekki er með mér, er á móti mér; og sá, sem i ekki samansafnar með mér, hann sundurdreifir.“ — „Þjófurinn kemur ekki til annars en stela, drepa og eyðileggja; en ég er kominn til þess að þeir í hafi líf og hafi nœgtir." Fyrir óralöngu urðu forfeður vorir — ísraelsmenn — að standa and- j spænis þessu mikla vali. Þeir urðu að velja sem þjóð, og val þeirra gilti ! blessun eða bölvun fyrir allt mannkyn: „Sjá, ég hefi i dag lagt fyrir þig líf og heill, dauða og óheill. — j 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.