Dagrenning - 01.10.1948, Side 7

Dagrenning - 01.10.1948, Side 7
io.—íi. nóvember á alveg sérstaklega við ísraelsþjóðimar sjálfar og samskipti þeirra, og þarf ekki beinlínis að eiga við heims- ástandið almennt. Stundum falla ártölin, sem sýnd eru í Neðanjarðarsalnum, saman við ártölin í Konungssalnum og var svo t. d. með ár og dag 25. júní 1941, er sýndi árás Þjóðverja á Rússa. Adam Rutherford hefir alveg sérstaklega gert grein fyrir þessu atriði í mörgum ritgerða sinna. Árás Þjóðverja á Rússland táknaði þess vegna tvennt: Annars vegar styrjöld milli „heiðinna“ þjóða og var dagurinn merktur í Neðanjarðarsalnum af því tilefni, en hins vegar táknaði þessi atburður einnig nánari samvinnu milli Engilsaxa — ísraels- þjóðanna — frá þeim degi að telja, því að þeir hlutu að gera ráð fyrir því, að verða sameinaðir að mæta þeim, sem sigraði í styrj- öld Rússa og Þjóðverja, eins og bezt hefir sýnt sig nú að raun varð á. Engilsaxar gerðu sér strax Ijóst, að sigur Hitlers yfir Rússum þýddi það, að hann eða Þýzkaland yrði enn voldugra og mundi ógna þeim með tortím- ingu, að lokinni styrjöld við Rússa. Þess vegna réðu þeir af að taka höndum saman þá þegar og fór sá undirbúningur fram frá 25. júní 1941 til 21. desember 1941, er hon- um var lokið til fulls og yfirlýsingar gefn- ar út. Þessar tvær dagsetningar sýna þess vegna mjög greinilega, að skrínmælingin á fvrst og fremst við ísraelsþjóðirnar, og enn styrkist þetta, er vér athugum dagsetninguna 16.— 17. maí 1948. Hinar tíu ættkvíslir ísraels, sem týndust í Assyríu um 700 f. Kr., eru nú fyrir löngu orðnar að stómm og voldugum menningar- ríkjum, þótt þær hvorki viti það almennt né viðurkenni það ennþá. Ástæðan fyrir því, að þær þekkja ekki sjálfar sig og uppruna sinn, er blindni hinna svonefndu vísindamanna vorra tíma og þá sérstaklega sagnfræðinga og guðfræðinga. Þeir þora ekki að koma nærri viðfangsefninu af hræðslu við að verða til athlægis. Elin grein ísraels — Júda ætt- kvíslin — er til og þekkist ennþá, en hún hefir ekkert land átt og ekki verið ríki fyrr en 16. maí 1948, að hún endurreisti sitt foma ríki, Júdaríki, og kallaði það ísraels- ríki. Þótt Gyðingar gæfu ríki sínu ísraels- nafnið, sjá allir, að þar er aðeins um að ræða ríki Júda, en ekki hið foma ríki ísraels, eins og betur verður vikið að síðar í þessari grein. Þessi dagsetning — 16.—17. maí 1948 — sýnir því enn, að dagsetningarnar í Kon- ungssalnum eiga íyrst og fremst við ísraels- þjóðimar. Þessar þrjár dagsetningar, sem nú eru liðn- ar hjá, sýndu þannig þetta: 25. júní 1941 — Frelsun ísraelsþjóðanna — þ. e. Engilsaxa og þjóða, sem þeim eru skyldar, — undan oki Hitlers með árás hans á Rússa. 21. deSember 1941 — Hemaðarsamvinnu Efraims-ættkvíslanna (Efraims og Manasse = Bretlands og Bandaríkj- anna). 16. maí 1948 — Stofnun Ísraelsríkis — þ. e. ríkis Júdaættkvíslar, sem ekki hafði verið „ríki“ síðan á dögum Ne- bukadnesars. Það má því hiklaust segja það nú, að dagsetningin 10.—11. nóvember 1948 verður á einhvem stórfenglegan hátt sameiningar- dagsetning fyrir ísraelsþjóðimar, þar á meðal Ísraelsríki hið nýja. III. nrlL þess að öruggt sé, að menn átti sig fulls á því, sem síðar verður sagt, er nú þegar rétt að gera sér grein fvrir hinu nýja ísraelsríki, því áreiðanlega eru þeir DAGRENNING $

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.