Dagrenning - 01.10.1948, Síða 13

Dagrenning - 01.10.1948, Síða 13
K I R Ó : i Wíndsorættín og örlög hennar. GREIN SÚ, sem hér fer á eftir, er einn kaflinn úr bókinni „Cheiro’s World Prediction“, sem kalla mætti á íslehzku „Heimsspá Kirós“. Bók þessi kom út í London árið 1927. Undirfyrirsagnir á titilblaði bókarinnar eru m. a. þessar: „Forlög Evrópu. Framtíð Bandaríkjanna. Kom- andi heimsstyrjöld. Endurreisn Gyðinga." Georg konungur, sem hér kemur aðallega við sögu, er Georg V., faðir núverandi Bretakonungs, Georgs VI. Prinsinn af Wales, sem um er rætt, er Játvarður sá, sem nú er kallaður hertoginn af Wind- sor, sá er afsalaði sér konungdómi í Bretlandi 1936 vegna kvennamála, en hertoginn af York, sem um cr rætt í greininni, er núverandi konungur Breta. Sjá að öðru leyti eftirmálann við greinina. 7XTAFNI konungsfjölskyldunnar brezku " var, nreð konunglegri tilskipan þ. 17. júlí 1917, breytt úr „Konungshúsið af Han- nover“ í „Konungshúsið af Windsor“. Breyt- ing þessi var gerð, er Satúrnus og Marz voru 1 óhagstæðri afstöðu hvor til annars, og tínr- inn því nrjög illa valinn. Þetta ættu menn að hafa hugfast, er þeir lesa kafla þennan unr konungsættina brezku. Hvaða örlög bíða Georgs konungs V. og Maríu drottningar, að ógleymdum prinsin- um af Wales, eftirlætisgoði almennings og erfingja krúnu brezka heimsveldisins? Sé það svo, eins og vér höfum sýnt fram á, að í framtíðinni muni loft allt lævi bland- ið yfir Evrópu og óveðurskýin taka á sig roða útlrellts bræðrablóðs, hvað mun þá um þann konung, sem situr að völdum á tínr- unr fullunr uggs og ótta, er England heyir harðari baráttu fyrir lífi sínu en það hefir nokkru sinni áður gert. Hvílík andstæða við ró Viktoríu-tímabilsins og hina glaðværu tíð Játvarðar VII. Það leikur ekki á tveim tungunr, að kon- ungurinn, sem fæddur er undir uppgöngu Neptúnusar, sé ástsæll hjá þjóð sinni. En einkum beinast augu nranna að erfingja krúnunnar, sem enn er ókvæntur, enda þótt hann sé orðinn vel fullorðinn rnaður. Er þetta einsdæmi í sögu ensku ríkiserfingjanna, því að til þessa lrefir enginn þeirra, sem bor- ið lrefir tignarnafnið „Prinsinn af Wales“, lifað ókvæntur eftir 25 ára aldur sinn. Og sá orðrónrur hefir enda breiðst út, að hinn núverandi prins af Wales kæri sig ekki meira en svo unr kórónuna, og hefir þetta orðið til þess, að augu almennings hafa æ meir og nreir beinzt að bróður hans, hertoganum af York, og afskiptum hans af opinberu hirð- lífi. Svo langt aftur, senr sagan nær, hafa þjóð- höfðingjar og nánustu ættingjar þeirra haft mikla trú á stjörnuspám og dulfræði. Þeir höfðu „sjáendur“ og stjörnuspámenn við hirðir sínar, enda var því alnrennt trúað, að í brautunr stjarnanna nrætti lesa örlög þeirra, senr „purpurann" báru. Og sjálfur Shakes- peare virðist hallast að þessari skoðun, því að hann segir á einunr stað: „Og stjaman boðar buðlung hel.“ Anna drottning, sem síðust enskra þjóð- höfðingja greiddi stjömuspámanni úr eigin vasa, hafði slíka tröllatrú á hinum fræga Von Galgebrok, hollenzka töframanninum, sem DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.