Dagrenning - 01.10.1948, Qupperneq 16

Dagrenning - 01.10.1948, Qupperneq 16
Fólk, sem fætt er á sama trma og prins- inn, hefir oftast einhverja brotalöm í skap- gerð sinni. Þegar um er að ræða fólk, sem lifir eins og fólk gerir flest, vekja ágallar þessir litla eftirtekt og gera lítið til að öll- um jafnaði. En sé það hins vegar fæddur ríkiserfingi, sem skapanornirnar hafa ætlað hina æðstu stöðu, þá er öðru máli að gegna. Sökum sérstakra afstæðilegra, stjömuspeki- legra áhrifa á fæðingarstund prinsins, er erfitt að botna í skapgerð hans. Stjörnuaf- staðan veldur áköfu þreyjuleysi, veilur í hugsun, erfiðleikum við að eiubeita sér og mikilli löngun í sífellda tilbreytingu og ferðalög, svo og skorti á því, sem mætti nefna „hugboð um hættuna". Fólk þetta þjáist af fangaofnæmi, senr lýsir sér í því, að það getur ekki haldið kyrru fyrir, er alltaf eins og „kría á skeri“. Það virðist vera mjög fljótt að skipta skapi, og mönnum finnst það oft óhreinskilið og seyrið. En í raun- inni er þetta fólk svona af því, að sterkviðri gagnstæðra tilfinninga herja í sálarlífi þess, og því virðast skoðanir þess og ásetningur á hverfanda hveli. Prinsinn af Wales er einkennilega líkur forföður sínum einum, Georgi prins af Wal- es, er síðar varð þjóðhöfðingi og nefndist þá Georg IV., einnig titlaður „fyrsta göfug- menni Evrópu“. Skeytingarleysi hans um hirðsiði varð að misklíðarefni rnilli hans og föðursins, Georgs III. Síkvikur liugur hans fann livíld í ferðum og sérvizkulegum áætl- unum og teikningum í húsagerðarlistinni. Hverfulleiki hans var sífelld uppspretta ör- væntingar og grernju hjá ráðlierrunum, en samt var hann ótrúlega laginn á að afla sér vinsælda almennings og viðhalda þeim. Kynni hans af konum eru sveipuð eins konar huliðsblæju enn þann dag í dag. Það er skjallega sannað mál, að Georg IV. kvæntist frú Fitzherbert áður en hann tók konungdóm. Hjónaband þetta var ónýtt með þingsályktun og um leið tekið í lög, að ríkiserfingjar Englands mættu ekki blanda blóði við aðrar ættir en þær, sem konungbomar eru. Næsta hjónaband hans og Carolínu af Brunswick endaði með skelf- ingu, er hún gerði tilraun til að ná drottn- ingartign og krýningu í Westminster Abbey, en var hafnað. Eftir þetta hafði Georg IV. konur aðeins sér til dægradvalar í tómstund- um sínum, en forðaðist allt nánara samband við þær sem heitan eldinn, eða svo segir hirðsnápurinn Crevy. Núverandi prins af Wales hefir oft vakið fon'itni fólks, er sögur hafa komizt á kreik um giftingu hans, en reynzt svo einber hugarburður. Jafnvel fyrir heimsófriðinn mikla, á meðan hann enn var unglingur, komst sá orðrómur á loft, að hann væri kvæntur þýzkri prinsessu einni af Schleswig- Holstein ættinni. Ég benti þá þegar á það, að samkvæmt því, sem úr stjömunum mætti lesa, væri hjónaband hans langt undan landi, hvað sem síðar yrði. Síðar meir voru svo tilnefndar prinsessur frá Ítalíu, Rússlandi, Sviþjóð, Noregi, Búlg- aríu og Grikklandi sem tilvonandi drottn- ingar Englands. Og sagt er, að María drottn- ing, og konungurinn jafnvel líka, liefðu áhyggjur af prinsinum, sem kannske hefir ekkert í rnóti smávegis ástaglettum, en er hins vegar ákveðinn í því að setjast ekki í helgan stein fyrr en hann hittir þá konu, sem hann getur uunað af öllu hjarta. Og það cr vel mögulegt, vegna hinna séistöku áhiifa stjöinuafstöðunnai, að hann veiði ein- hvemthna gripinn ástarofsa, bienni af eyði- leggjandi ástaieldi. Faii svo, spáum vér því, að hann leggi allt í sölurnar fyiii ástina, jafn- vel hásætið sjálft, fiemui en að yfiigefa unn- ustu sína. (Lbr. hér). Vitanlega takmarka hin konunglegu hjónabandslög rnjög val lians, því að þau spvrja um trú, ætt og enda líkam- lega heilbrigði brúðarinnar. 14 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.