Dagrenning - 01.10.1948, Page 21
að hún var kristin. Hún lét þó að lokum
til leiðast og flutti fram kvæðið, en konur
slógu hring umhverfis hana og spákonan sat
á stól sínum, seiðhjallinum. Spákonan þakk-
aði henni flutning kvæðisins og kvað „marg-
ar þær náttúrur hingað at hafa sótt og þótti
fagrt at heyra þat, er kveðit var, er áðr vildi
frá oss snúask ok oss öngva hlýðni veita“.
Því næst spáir hún því, að hallærið muni
ekki lengi haldast og sóttarfar brátt batna,
og segir síðan söngkonunni forlög hennar
og þeim öðmm, er þess óskuðu.
Auk þessa alþýðlega stigs spásagnarlistar-
innar, sem var nátengt liinni ævafomu sálna-
dýrkun, var einnig að finna hærra stig henn-
ar, er stóð í sambandi við guðsdýrkunina.
Fomnorrænar heimildir geta þess þráfald-
lega, að fyrirmenn hafi efnt til mikilla blóta
og leitað spáfréttar einhvers guðs til þess að
öðlast vitneskju urn framtíðina eða fá ráð og
leiðbeiningar. Var þetta kallað „að ganga til
frétta“, og hvemig sú athöfn fór fram, má
ráða af tveimur öðrum orðatiltækjum: „að
fella blótspán“ og „að hrista teina“. Hér er
með öðrum orðum urn að ræða spáhlutkesti.
Frásögn Saxo Grammaticusar18) staðfestir
þetta, og Tacitus19) segir frá hinu sama um
Germana í Þýzkalandi: Þeir tóku smátré-
búta, er þeir aðgreindu með mismunandi
merkjum, stráðu þeim á hvítt klæði og tóku
síðan af handahófi einn bútinn þrisvar sinn-
um upp. Menn hafa ranglega dregið í efa,
að þessi merki (notae), sem Tacitus talar
um, væm rúnir, með því að allar líkur benda
til þess, að Germanar hafi, löngu áður en
hingað til hefir verið haldið, tekið upp og
breytt fornítalska stafrofinu; að Norðurlanda-
búar hafi skorið rúnir á stafi sína eða spæni,
getur ekki verið minnsta vafa undirorpið,
þótt hvergi sé það skýlaust vottað, með því
að vér höfum heimildir fyrir, að rúnir vom
aðallega notaðar við hina eiginlegu töfra,
eins og ég mun síðar víkja nánar að.
Flestar frásagnir nefna ekki nafn þess
guðs, er menn sneru sér til við spáfréttir,
urn nokkra Norðmenn vitum vér þó, að þeir
ákölluðu Þór. T. d. segir Eyrbyggja saga20)
frá því, að norskur höfðingi, sem bakað
hafði sér reiði Haralds konungs hárfagra,
hafði efnt til blóts mikils og gengið til frétt-
ar við Þór, „hvárt hann skyldi sættask við
konung eða fara af landi brott ok leita sér
annarra foriaga“ (að þannig er valið milli
tveggja úrræða sýnir greinilega, að hér er átt
við spáhlutkesti); Þór vísaði honum til Is-
lands.21) Annar norskur útflytjandi leitaði
úrskurðar Þórs um það, er hann sá land á
íslandi, hvar hann ætti að nema sér ból-
festu, og vísaði Þór honum til Norður-
lands.22) Um einn hinna norsku smákonunga
segir frá því í íslenzkri frásögn23) og einnig
hjá Saxo Grammaticus,24) að hann fékk
andvirði mikið og felldi þá spán til byrjar,
og féll svo, að blóta skyldi Óðni manni sam-
kvæmt hlutkesti; kom upp hlutur konungs
sjálfs, og var honum raunar blótað. Vér höf-
um frásagnir um sama sið í Svíþjóð í hinni
þjóðsagnakenndu Ynglingasögu og hjá Saxo.
Eftir fyrri heimildinni23) blótaði Dagur kon-
ungur gelti (og þá sennilega Frey) til frétt-
ar um það, hvað orðið hefði af spör hans,
sem vanur var að segja honum tíðindi; Gran-
mar konungur efndi til blóts í Uppsölum
og féll honum svo blótspónn, að hann
mundi ekki lengi lifa.24) Urn hinn bam-
lausa Hálfdan Svíakonung segir Saxo Gram-
maticus25) frá því, að honum hafi komið sú
spáfrétt, að hann rnyndi ekki eignast böm,
fvrr en hann hefði efnt til mannblóts við
sálu bróður síns, er hann drap án þess að
bera kennsl á. Úr Danmörku þekki ég að-
eins frásögn Hervararsögu, þar sem segir frá
því, að felldur var blótspónn í hallæri á Jót-
landi, og gekk fréttin þannig, að eigi myndi
fyrr koma ár þar en þeim sveini væri blótað,
er æðstur væri.
DAGRENN I NG 19