Dagrenning - 01.10.1948, Síða 24

Dagrenning - 01.10.1948, Síða 24
JÓNAS GUÐMUNDSSON: ^Hver ©r svo Míndiur sem þjoma minn?^ EGAR forráðamenn Ríkisútvarpsins sýndu þá fádæma gestrisni á s.l. vori, að neita hinum ágæta íslandsvini og vel- unnara íslenzku þjóðarinnar, Adam Ruther- ford, um að flytja stutt ávarp í Ríkisútvarp- ið, þar sem þjóðin var hvött til að sameinast um þá kröfu til valdhafanna, að tekinn yrði upp sérstakur alþýðlegur bæna- og þakkar- gjörðardagur, var að því ráði horfið að leita til þeirrar stéttar í þjóðfélaginu, sem helzt mátti vænta stuðnings af við slíkt málefni, en það voru prestar landsins. Prestastefna íslands skyldi koma saman í Reykjavík síðari hluta júnímánaðar og var því tilvalið að gera henni málið kunnugt og fá hennar fulltingi til frekari framkvæmda. Réðist ég í þetta fyrirtæki án þess að bera mig saman við tillögumanninn, Mr. Ruther- ford, sem þá var horfinn af landi brott fyrir nokkru. Þótti mér sem þetta myndi því sig- urvænlegri leið, sem ég vissi, að Ruther- ford hafði rætt áhugamál sitt a. m. k. tvisvar við biskup landsins og taldi hann hlynntan málinu. Lét ég þá gera sérprentun af ávarpi Rutherfords, bæði enska textanum og þeim íslenzka, og sendi það ásamt fyrirlestri Ruth- erfords, sem prentaður er í 14. hefti Dag- renningar, til bikups með tilmælum um að þessu yrði útbýtt meðal þeirra presta, er sæktu prestastefnuna, en að öðru leyti lagt í vald prestastefnunnar, hvort nokkuð yrði frekar gert í málinu. Stuttu áður en prestastefnan hófst skrapp ég til útlanda og henni var lokið, er ég kom aftur heim. í þeim blöðum, sem frá henni sögðu, var ekki minnzt einu orði á þetta erindi og var af því augljóst, að ekki hafði nein ályktun verið um málið gerð. Grenslaðist ég nú eftir því, hvemig með hefði verið farið og var þá upplýst, að ávarpi Rutherfords hafði verið útbýtt í kaffisam- sæti presta í Oddfellowhúsinu. Nokkur ágreiningur hafði orðið um, hvort erindisins skyldi getið í fundarbók ráðstefnunnar og sýndist sumum prestum sem ekki væri ómaksins vert að eyða rúmi fundarbókarinn- ar til að geta slíks endileysismáls, sem engin ástæða væri til að sinna, en fyrir áhrif séra Bjama Jónssonar vígslubiskups fékkst þess þó getið í gjörðabókinni, að erindið hefði borizt. Þar með var málið úr sögunni hjá þeirri samkundu, og er ekki hægt að segja að mikill væri rausnarmunurinn þar og lijá útvarpsráði. II. IXTÚ skal ég taka það fram, að því fór fjærri, að ég gerði ráð fyrir því, að það hefði nokkra verulega þýðingu, að bera til- mæli Rutherfords um almennan bænadag fram við prestastefnuna. Ég veit, að fáir eru jafn óskyggnir á kennimerki nýrrar dögunar sem einmitt prestar þjóðanna. Þetta hefir sagan sannað áþreifanlega allt frá því er 22 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.