Dagrenning - 01.10.1948, Side 27
má segja um skófatnað. Af honum fást
ekki nema einstakar tegundir og fer
ástandið stöðugt versnandi. Öll smávara
er því nær ófáanleg. Búsáhöld og jám-
vörur eru að ganga til þurrðar. Ófáan-
legir eru ýmsir smáhlutir, sem hvert
heimili þarf að nota. Svona mætti lengi
telja.
Hér er að skapast hin ægilegasta þurrð
á vörum, sem almenningi í landinu eru
nauðsynlegar til daglegra þarfa.“
Þannig er þá komið eftir þrjú ár. Við þetta
bætist enn, að sumar greinir íslenzks at-
vinnulífs hafa brugðizt ver og ver eftir því,
sem árin hafa liðið, og enn er með öllu
óvíst, hvað til bragðs rná taka, ef fiski- og
síldargöngur leggjast frá landinu til nokk-
urra rnuna.
En hvorki ráðamenn þjóðarinnar á sviði
fjármála og stjórnmála né prestar hennar eða
aðrir andlegir leiðtogar láta sér til hugar
koma, að þessar ytri breytingar stafi að
nokkru leyti af því, að þjóðin hefir brugðizt
trausti Guðs. Þeir hlægja að þeirri kenningu,
og allar þeirra tilraunir til umbóta verða því
fálmkenndar og hver annarri gagnstæðar oft
og einatt.
Það stoðar ekkert, þótt sá rnaður, sem
mest allra núlifandi manna hefir athugað af-
stöðu og hlutverk íslands samkvæmt spá-
dómunum — Adam Rutherford —, segði
það fvrir í ritgerðum sínum fyrir mörgum
árum, að svona mundi fara, og þó hafði
þjóðin reynslu af því, að hann sá rétt fvrir
í öðru um örlög Islands.
Hann sagði íslendingum 1937, að árið
1941 mundi landið losna að fullu og öllu
undan erlendum yfirráðum. Það rættist bók-
staflega.
Hann sagði íslendingum 1942, að svo
mundi fara, ef þjóðin í heild gerði sér ekki
grein fyrir hlutverki sínu og stefnu sinni, að
þá mundi mikil fjárhagskreppa og vandræði
þeirrar tegundar steðja að landsbúum.
Einnig það hefir nú rætzt, eins og bent
hefir verið á hér að framan.
Og enn, er hann var á ferð hér í vor,
benti hann á, að þessir erfiðleikar mundu
nú ennþá aukast, ef þjóðin hyrfi ekki burt
af hinum andlegu villigötum, sem hún hefir
gengið að undanfömu. Hann sagði þá m. a.:
„Mig skiptir það engu, hvaða þjóðfé-
lagslegar og stjómmálalegar ástæður eru
fyrir þessurn fjárhagslegu erfiðleikum, af
því að hin grundvallandi skýring á mál-
inu er andíeg. Hefðu vandræðin ekki
komið á einn hátt, þá hefðu þau komið
á annan hátt. Og það er Guð, sem hér
slær, af því að hann elskar þig. Það er
hann, sem vill fá þroskað hjá ykkur hin
æðstu einkenni hins sanna manngildis,
sem eru andleg, og ykkur er það fvrir
öllu að skilja, að hin andlegu verðmæti
verða pð vera á réttum stað, þá munu
hin efnislegu gæði einnig verða á sínum
stað.“
Hann segir ennfremur:
„Guð kallar mjög greinilega. Hann
kallar ísland nú og segir nákvæmlega,
livað gjöra skal, og brautin er svo bein,
og ég treysti ykkur til að gera það vegna
ykkar sjálfra. Hlustið á rödd Guðs.
Og það mun verða, eins og ég nú hefi
sagt, Guð mun nú snúa sér að ykkur sem
þjóðarheild. Fram að árinu 1948 hefir
hann meira og minna kallað einstakling-
ana, en nú vill hann að þjóðin sem þjóð
skuli opinberlega viðurkenna hann og
kannast við blessun hans.
Og þið hafið miklar ástæður til að færa
þakkir. Ilann hefir varðveitt ykkur frem-
ur öllurn öðrum þjóðum jarðar, af því að
þið eruð hans litli Benjamín, sem hann
elskar innilega. Satt er það, að saga vkk-
DAGRENN I NG 26