Dagrenning - 01.12.1950, Qupperneq 19
FRIÐRIK J. FAFNAR, VÍGSLUBISKUP:
BÆN. BÆNADAGUR
Prédiliítn flutt í AlíureyrarlíirJíju 5. sunnu>
daé cftir páslca 1950.
„Og hann sagði við þá: Setjum svo að
einhver af yður eigi vin — og fari til hans
um miðnætti og segi við hann: Vinur, lánaðu
mér þrjú brauð; því að vinur minn er kom-
inn til mín úr ferð, og ég hef ekkert að bera
á borð fyrir hann; og hinn svari inni fyrir
og segi: Gjörðu mér ekki ónæði; það er búið
að loka dyrunum, og börnin mín eru ásamt
mér komin í rúmið; ég get ekki farið á fæt-
ur til að fá þér brauðin? Ég segi yður, þótt
hann fari ekki á fætur og fái honurn þau sök-
um þess, að hann er vinur hans, þá mun
hann samt fara á fætur vegna áleitni hans, og
fá honum eins mörg og hann þarf. Og ég
segi yður: Biðjið, og yður mun gefast; leitið
og þér munuð finna; knýið á, og fyrir yður
mun upplokið verða, þ\í að hver sá öðlast,
sem biður, og’ sá finnur, er leitar, og fyrir
þeim mun upp lokið, sem á knýr. En hver
faðir yðar á meðal. mun gefa syni sínurn
stein ,er hann bæði urn brauð? eða um fisk,
þá gefa honum höggorm í staðinn fyrir fisk?
eða bæði hann um egg, þá gefa honum sporð-
dreka? Ef nú þér, sem eruð vondir, hafið vit
á að gefa bömum yðar góðar gjafir, hversu
miklu fremur mun.þá faðirinn af himni gefa
þeim heilagan anda, sem biðja hann.“
(Lúkas n. 5—13).
Jesús er þama að tala við lærisveina sina
um bænina, þörf hennar og áhrifavald. Rétt
á undan þessum texta segir frá því, að Jesús
kennir lærisveinum sínum drottinlegu bæn-
ina „Faðir vor“. Það er sú bænin, sem allir
kristnir menn væntanlega kunna, eða hafa að
minnsta kosti einhvemtíma lært. En hvað
eru það margir, sem lagt hafa hugsun og verk
í það, að gera sér þess ljósa grein, um hvað
þar er aðallega beðið? Það er svo margt sem
við lærum, sérstaklega sem óþroskuð börn,
að við lærum það utanað, en gerum okkur
ekki að sama skapi grein fyrir innihaldinu
og merkingunni. Og þannig er það, að mig
grunar, með þá bænina, sem flestir kunna
og oftast er höfð yfir. Við endum venju-
lega morgun- og kvöldbænir okkar með því
að lesa „faðirvorið“, en þyljum það of oft
hugsunarlaust, eins og það sé einhverskon-
ar töfraþula, sem hafi einhvern ákveðinn
kraft, ef hún er aðeins höfð yfir. En það
er einmitt það, sem Jesús tekur vara við.
Bænin á ekki aðeins að vera stunduð af
skyldurækt, til þess að afljúka einhverju, sem
á að gerast, heldur af innri þörf sálarinnar, í
þrá eftir nánara samfélagi við Guð sinn og
skapara. Þegar Jesús segir dæmisöguna um
Fariseann og tollheimtumanninn, bendir
hann einmitt á þetta. Fariseinn biður til
þess eins að fullnægja fyrirsettum reglum
trúar sinnar, að því er virðist tilfinningar-
laust og skilningslaust á eðlli og tilgangi
bænarinnar. Tollheimtumaðurinn biður aft-
ur á móti af þeirri innri þörf, sem knýr hann
DAGRENNING 17