Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Dagrenning - 01.12.1950, Blaðsíða 21
orðið hefði honum til einkis góðs, ef veitt hefði verið, en svo hefur hann síðar séð að það var mesti kærleikurinn að svara bæn- inni á þann hátt, sem svarað var. Sjálfur hef ég reynt þá bænheyrslu, og sjálfsagt þið líka, að biðja um einhverja ákveðna lausn á vand- kvæðum mínum, og finnast ég ekki vera bænheyrður, en sjá svo síðar, að bænin hefur verið heyrð og vandkvæðin levst á annan veg og betri heldur en mér hafði til hugar kom- ið á þeirn tima, sem ég bað. • Mörgum er kunnugt að undanfarið hefur verið talsvert rætt og ritað um þörf fyrir-al- mennan bænadag íslenzku þjóðarinnar. Margir telja að hans sé sérstaklega þörf nú; aðrir eru vantrúaðir á að hann rnundi koma að nokkru gagni, þjóðin sé ekki nógu þrosk- uð fyrir slíkt almennt, andlegt átak. Öllurn er ljóst hvílík vandkvæði steðja nú að, svo að segja úr öllum áttum. Aflabrestur margra ára, markaðsleysi fyrir afurðirnar, sem or- sakar gjaldeyrisleysi og þar af leiðandi vöru- þurrð á mörgu því, sem þjóðin þarfnast. Það er eins og flest snúist á óheillasveifina síðustu tímana. í gjaldeyrisleysinu brenna veiðar- færi, hraðfrystihús og framleiðslu- og iðnað- arstöðvar fyrir milljónir króna. Þegar fisk- markaðurinn, sem hefur haldið þjóðinni uppi síðasta áratuginn lokast, og grípa á til eldri verkunaraðferða og salta fiskinn og verka, þá strandar saltskipið og farmurinn eyði- leggst. Þegar þjóðin stendur uppi sykurlaus, þá evðileggjast af eldi rnörg hundruð smá- lestir svkurs á sjálfri höfninni í Reykjavík. Svo mætti lengur telja. En höfuni við gætt að þvi, að það var bú- ið að segja okkur alla þessa örðugleika fyrir- frarn? Jafnframt þessum spádómum var búið að hvetja þjóðina til brevttra lifnaðarhátta og bætts siðferðis og umfram allt til þakkar og bænarsamfélags við Guð. Okkur hefur fyrir löngu, nokkrum árum, verið bent á, að vand- kvæði framtíðarinnar, nútímans, væru guð- leg ráðstöfun, til þess að reyna að harnla á móti alvöruleysinu, mammonshvggjunni, skilningsleysinu og vanþakklæti þjóðarinnar fyrir dásamlega vernd og handleiðslu fyrri ára. Sumir misskilja með öllu tilganginn með þessum allsherjar bænadegi, álíta að hann sé til þess eins, að biðja Guð um að létta refsiaðgerðunr af þjóðinni. En það er mis- skilningur. Unr það á ekki að biðja, heldur það, að íslenzka þjóðin gangi í endurnýjungu lífdaganna og endurfæðist til meiri andlegs og siðferðilegs þroska. Bænarlífið er sem sé það, að biðjandinn leitist við að samræma sál sína ,vilja og verknað, Guðs vilja, en ekki það, að bevgja Guðs \rilja undir sinn. Saga er til af Lincoln Bandaríkjaforseta, sem er gott dæmi um glöggan skilning á þessu höfuðatriði trúar- og bænarlífsins. Það var á tímurn þrælastríðsins. Norður- ríkjunum veitti erfiðlega, og útlitið fyrir sigur þeirra í ófriðnum var dapurt. Lincoln sat á ráðherrafundi, þar sem rætt var um útlitið og ráð til úrbóta. Þá sagði einn af ráðherr- unum: „Við skulurn biðja. Guð hlýtur að vera með okkur, eða haldið þér ekki, forseti, að Guð sé okkar megin?“ Þá svarar Lincoln: „Það skal ég ekkert um segja, enda skiftir það ekki mestu máli. Það sem allt er undir komið er það, að við séum Guðs megin.“ Þegar Jesús kenndi lærisveinum sínum drottinlegu bænina, kenndi hann þeim að biðja: „Verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.“ Og Jregar hann sjálfur bað í ýtrustu sálarneyð í Grasgarðinum, sagði hann: „Ef það er mögulegt, þá víki þessi bikar framhjá nrér, án þess að ég drekki hann. En verði þó ekki minn, heldui þinn vilji.“ Það sem við þurfum að biðja um á almennum bænadegi er þetta: Að biðja um andlegt og siðferðilegt þrek til að taka þeinr örðugleikum, sem að höndum bera, og Guðs vilji og vizka sér okk- ur hollast til lærdóms og þroska, að biðja um lækning á Jreim þjóðarmeinum og van- DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.