Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 7
Arthur frá störfum, þarf ekki annað en
lesa blöð Rússa og hlusta á útvarp þeirra.
í blaði þeirra hér segir m. a. á þessa leið:
„Friðarhreyfingin er voldugustu alþjóða-
samtök sem um getur og barátta hennar
fyrir friði hefir haft hin víðtækustu áhrif.
Bandarískir stjórnmálaleiðtogar hafa lýst
yfir því að óttinn við friðarhrevfinguna
hafi valdið því að kjarnorkusprengju liafi
ekki verið beitt í Kóreu, og það er enginn
efi á því að hin nrarkvissa friðarbarátta
sem meginþorri almennings í heiminum
fylkir sér um er meginástæða þess að
forseti Bandaríkjanna hefir nú loksins rek-
ið stríðsæsingamanninn Mae Arthur frá
völdurn enda krafðist síðasta heimsfriðar-
þingið þess. Er sá atburður hinn rnikil-
vægasti sigur friðaraflanna í heiminum og
honum er fagnað af almenningi ln-ar-
vetna.“ (Þjóðv. 13. apr.)
Þetta er sigur „friðarhrevfingarinnar“ —
sigur Sóvietríkjanna — og það er alveg rétt.
Þau öfl, sem styðja Sóvietríkin öflugast í
Bandaríkjunum hafa verið hér að verki
— og sigrað í bili. Og blað Rússa gefur
fyrirlieit urn framhald í sama dúr. Þar segir
í þeirri grein blaðsins, sem sérstaklega er
innblásin af fulltrúum Sóvietríkjanna hér:
„Nú hefir friðarhrevfing almenn-
ings allra landa einnig komið því til
leiðar, að Truman hefir neyðst til að
setja Mac Arthur af. Örlög hans gefa
til kynna hverju eindregin friðar-
krafa milljónanna fær áorkað. Ófarir
Mac Arthurs eru skýr fyrirboði um
það hverju Eisenhower, starfsbróðir
hans í Evrópu, á að mæta.“
Línan er þegar greinilega ákveðin. Næsta
skotmark alþjóðakommúnismans og al-
þjóðaauðvaldsins verður Eisenhower, vfir-
hershöfðingi Atlantshafsbandalagsins. Allt
talið um að Mac Arthur sé vikið frá til
þess að koma í veg fyrir að styrjöld brjót-
ist út, er aðeins yfirskyn. Henni verður
aðeins frestað um stund og eingöngu
með undanslætti, annaðhvort við Rúss-
land eða Kína.
Adac Arthur er republikani og mjög vin-
sæll í Bandaríkjunum. Ilann mun nú, er
hann lætur af hernaði, verðaskæðastikeppi-
nautur Trumans um forsetaembættið í
kosningunum 1952. Ýmsir ætla, að Mac
Arthur og republikönum þyki ekkert aðþví
þó hann hafi verið sviftur embætti
sem yfirhershöfðingi í Japan, því þjóðin
mundi treysta honurn rnanna bezt á hætt-
unnar stund til þess að vera í forseta sæti
Bandaríkjanna, þegar til átakanna kem-
ur við Sovietríkin. Ef til vill cr það sjáíf
„stefna forsjónarinnar“, sem Truman
forseti er nu að framkvæma nreð frávíkingu
Mac Arthus, án þess að gera sér það ljóst.
SJÓNARSPILIÐ í PARÍS.
Nú hefir fundur fulltrúa utanríkisráð-
herranna fjögurra — Bretlands, Bandaríkj-
anna, Frakklands og Sóvietríkjanna, stað-
ið í nærfellt tvo mánuði í París. Daglega
hafa verið haldnir langir fundir og fjöldi
sérfræðinga frá öllum þessum þjóðum
hefir starfað að lausn vandamálanna, en
engin lausn hefir fundist enn.
Frá sjónarhóli almennings lítur þessi
samkoma nánast út sem skrípaleikur, sem
enginn botnar neitt í, og sem virðist með
öllu tilgangslaus og ætti að vera hætt
fyrir löngu.
En sé skvggnist dýpra verður annað
uppi á teningnum. Nú munu standa vfir
að tjaldabaki einhverjir þýðingarmestu
samningar, senr nokkru sinni hafa gerðir
DAGRENNING 5