Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 21
hin útvalda þjóð Drottins dvelur í ör-
yggi og vernd meðan á hinum miklu úr-
slita átökurn stendur.
Að voru áliti er sannleikur fólginn í öllurn
þessum skoðunum.
í fyrsta lagi: Orrustan á þessurn degi rétt-
látrar reiði Guðs, mun ná um allan heim, eins
og Jeremía segir (25—33.): „Og þeir, sem
Jahve hefir fellt, munu á þeim degi
liggja dauðir frá einum enda jarðarinnar
til annars. Þeir munu eigi vera hannaðir,
eigi safnað saman og eigi jarðaðir; þeir skulu
verða að áburði á akrinum."
I öðru lagi: Þó að átökin muni ná um all-
an heim, þá sýnir spádómur Esekiels, að úr-
slitaorustan mun verða háð í Palestínu.
„Land ísraels" sem talað er um í 37. og 39.
kapítula hjá Esekiel getur ekki verið Bretland
eins og sumir álíta, því að bæði það, sem á
undan er farið og það, sem á eftir kemur,
sýnir annað. Þó að Bretland sé annað land
ísraels í dag, þá sýnir Esekiel blátt áfram í
37. kap. 25. versi, að hið séistaka Jand ísra-
eJs, sem átt er við er Jandið, sem Jakob var
gefið, og hver heilvita maður veit að var
ekki BretJand. Einnig er í kapitulanum á
undan (36:17—20) sýnt fram á, að „land
ísraels“ er landið,þar sem ísraelsmenn bjuggu
fvrir útlegðina, sem vissulega er heldur ekki
Bretland. Þetta er jafnaugljóst í næstu köfl-
um þar á eftir (40. kap.), sem lýsa vígslu hins
fræga „Esekielsmusteris" í þessu landi ísra-
els, og nefna velþekkt landfræðileg heiti í
Palestínu, svo sem ána Jórdan til dæmis, og
hvert meðalgreint skólabarn veit, að Jórdan
er ekki í Bretlandi.
í þriðja lagi: Hinir rétttrúuðu álíta, að
Harmageddon þýði vemd, frelsun og sigur
hins góða yfir því illa, — sigur Krists yfir Sat-
an, „og það mun verða, að hver sá sem ákall-
ar nafn Drottins mun frelsaður verða." „Leit-
ið Drottins allir þér hinir auðmjúku, þér sem
brevtið eftir hans boðorðum. Ástundið rétt-
læti, ástundið auðmýkt, vera má að þér verð-
ið faklir á reiðidegi Jahve.“
Hvenær getum við vænzt þess, að þetta allt
komi fram? Jesú talaði þannig, er hann spáði
fyrir þessum þrenginga tímum:
„Og þegar þér sjáið, að þetta tekur að
koma fram þá réttið úr yður og lyftið höfðum
yðar því að lausn yðar er í nánd. Sannlega
segi ég yður, þessi kynslóð mun eigi liða und-
ir lok, unz þetta allt kemur fram.“ Nú er
það almennt viðurkennt, af mönnum, sem
hafa kynnt sér Biblíuna, að „kynslóð“ tákn-
ar í Biblíunni 40 ára tímabil. Fvrri heims-
styrjöldin hófst 1914 og með henni kom
fvrsta lausnin árið 1917, en það var lausn
Jerúsalem úr höndum heiðingjanna, sem Jes-
ús hafði sagt fyrir, ásanrt fleiru er hann mælti:
„þegar þetta tekur að koma fram“. Kvnslóðin,
sem hefur göngu sína 1914 hverfur af sjónar-
sviðinu 1954, og sú, senr byrjar 1917, endar
sín 40 ár 1957.
í Konungssalnum og Neðanjarðarsalnum í
Pýramídanum mikla eru sýnd úrslitin, sem
Jesús talar um í hinurn mikla spádómi sín-
um, og það er athyglisverð staðreynd, að
loka ártalið í Konungssalnum er 1953, eða
einu ári á undan 1954, en síðasta ártalið í
Neðanjarðarsalnum er 1956, en það er einn-
ig einu ári á undan ártalinu 1957, sem áður
er nefnt.
Eins og öllum er það ljóst nú, að það revnd-
ist rétt, sem sagt var fyrir urn ártölin þegar
„þetta tók að koma fram“ — 1914 — 1917 —
mun það og reynast rétt, að endalokin verði
þegar 40 ár frá þessum tíma eru liðin og áð-
ur en 40 ára kynslóðin frá þeim tíma líður
undir lok, ]i. e. árin 1954—1957.
Bæði Pýramídinn og Biblían opinbera
oss 1955—1956 sem lokaárið er allt það muni
fullkomlega fram komið, sem sagt er fyrir í
hinum mikla spádómi Drottins vors, og þá
muni þess vegna ljúka þrengingatímanum og
„orustan á hinum mikla degi Drottins“
DAGRENNiNG 19