Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 15
til Guðs í þökk og bæn. Það er þvi rétt fvrir
okkur nú í byrjun þessa árs, að gefa gaum
eftirfarandi aðvörun:
„Ef þið gefið gaum að rödd Guðs, þá
mun hann lækna land ykkar. En ef þið skellið
skollevrunum við, þá munu fjárhagsvandræði
vkkar verða þeim mun verri og fara síversn-
andi, þangað til þjóðin heyrir.“
í svipaðri áramótaliugleiðingu þessari, í
byrjun ársins 1950, benti ég á það, hvort
ekki væri rétt, þar sem síldin hefði brugðist
5 ár í röð, að reynt vrði að efna til almenns
bænadags í byrjun síldveiðanna. Ég benti á
að margar kristnar þjóðir hefðu gert þetta.
Ég sagði þá:
„Væri þetta nú ekki revnandi hér? Væri
nú ekki reynandi að hafa shkan almennan
bænadag áður en síldveiðarnar hcfjast í sum-
ar?“ Ég beindi þessari áskorun þá Érst og
fremst til kirk/unnar. Kirkjan svaraði þess-
um tilmælum á þann liátt, að liún „sæi ekki
ástæðu til, að svo stöddu, að biðja um meiri
peninga eða jarðneska hagsmuni," það væri
„allt annað bænarefni, sem liggja þyrfti þjóð-
inni á hjarta."
Nú vil ég enn bera þessi tilmæli fram, og
nú vil ég beina þeim til hinna veraldlegu vald-
hafa — forseta íslands og rikisstjómarinnar
— því sýnt er, að alveg gagnslaust er að knýja
lengur á dyr kirkjunnar. Þar virðast allir
sofnaðir.
Ég vil endurtaka það, sem ég sagði í fyrra:
„Það er mín bjargföst sannfæring, að ef
þetta vrði gert, mundi ekki koma nú í ár s/ö-
unda síldarlevsissumarið. En ef þetta
vrði gert og þjoðin yrði bænheyrð mundi
Guð áreiðanlega ætlast til þess, að hún veitti
því athvgli, þakkaði það og breytti lífemi
sínu einnig á öðrum sviðum."
*
Mér kemur ekki til hugar að halda því
fram, að við íslendingar einir, séum blindir
í þessum efnum. Flestar aðrar þjóðir eru enn
Mindari en við, og þó er blindnin mest í
allsherjarsamtökum þjóðanna. Þar má segja
að blindur leiði blindan í þessum efnum,
enda virðist nú óumflýjanlegt, að svo fari, að
mannkynið tortími að mestu sjálfu sér í hin-
um síðustu Ragnarökum.
Margir ágætir og velhugsandi _ menn hafa
á árinu 1950 mælt ýms varnaðarorð til sinna
eigin þjóða, og þjóða heimsins almennt.
Flestir hafa þeir sagt: Engin leið er til önn-
ur en öflugt bandalag þjóðanna, allir vilja
þeir keppast við að styðja það, gera það öfl-
ugt og sterkt.
Það er eins og menn vilji ekki skilja hinn
mikla sannleika í orðum Krists: „Hvert það
ríki, sem er sjálfu sér sundurþykkt mun undir
lok líða!“
Hinar kristnu þjóðir hafa gleymt Guði.
Þær hafa gleymt því, að jafnvcl í hinum
mesta hildarleik megnar Hann að varðveita
þann, sem Honum treystir. Nú tengja þær
alla von sína um heimsfrið og menningu við
bandalög við heiðnar þjóðir. Það voru slík
bandalög, sem lögðu hið forna Ísraelsríki í
rústir og svo mun enn verða nema snúið
verði við. Kristnar þjóðir hafa gleymt því, að
þeim ber: „að elska réttlætið og hata rang-
lætið.“ Þær hafa gert bandalag við „rang-
Iætið“, svikið samherja sína og ofurselt þá
dauða og tortímingu. Þær hafa ekki elskað
réttlætið nema á yfirborðinu og þær tvístr-
ast eins og hræddur sauðahópur þegar „úlf-
urinn“ nálgast í vígahug. Þær hafa yfirgefið
lögmál Guðs, rofið þann sáttmála, sem þær
höfðu heitið að halda, og nú sjá þær hylla
undir endalok sín í mjög náinni framtíð.
Samt halda þær dauðahaldi enn í hin heiðnu
bandalög í stað þess að skilja við þau að fullu
og öllu, treysta Guði og taka upp baráttu á
eigin spýtur fyrir frelsi og réttlæti, og gegn
ranglæti, svikum og kúgun.
*
DAGRENNING 13