Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 8
verið milli einræðisblokkarinnar í austri og lýðræðisríkja Evrópu og Ameríku. Með- an þessir sanmingar standa yfir, verður að sctja á stofn eitthvert „sjónarspil" handa fáfróðum almenningi, og fulltrúafundur- inn í París er einmitt þetta „sjónarspil". Nú þegar hin vestrænu lýðræðisríki loks virðast liafa afráðið að fórna síðasta banda- manni sínum frá síðustu lieimssh'rjöld, og ennfremur fallist á að fjarlægja mesta hers- höfðingja sinn og öruggasta landstjóra frá Japan og úr Asíu, til þess að kommúnism- inn gæti flætt enn betur vfir Asíuþjóðirn- ar, má gera ráð fyrir að sjónarspilið í París geti farið að hætta og ekki ólíklegt að „leikararnir" þar fái sumarfrí, senn hvað líður. \7el má vera að árangurinn verði nýr utanríkisráðherrafundur í vor eða sum- ar, því kommúnistum í Rússlandi og Kína kemur vel að fá eitthvért hlé til að undir- búa árásir á löndin í suðvestur Asíu og Afríku, og skipuleggja ,,friðarhreyfinguna<' til sóknar gegn Eisenhower og Atlantshafs- bandalaginu. ÖRLAGASTEINNINN FUNDINN. Sama daginn og Truman forseti vék Mac Arthur frá völdum gerðist atburður einn í Skotlandi, sem bendir til þess, að sá dagur liafi verið mikill happadagur engilsaxneskra þjóða. Frá atburðinum var sagt á þessa leið í fyrstu fregnunum, senr hingað bárust: „London n. apríl. — Óþekktir menn skiluðu í dag krýningarsteini brezku kon- unganna til Arbroath kirkjunnar í norð- austur Skotlandi. Steins þessa hefir verið saknað siðan á jóladag, er hann livarf frá Westminster Abbey. Menn í hinu skotska þoqri þar sem steininum var skilað, segja að þrír rnenn hafi ekið í bifreið að kirkjunni og skilað steininum, en hann var vafinn inn í skotska fánann. — Varðmaðurinn varð svo undrandi að hann glevmdi að spyrja um nöfn komumanna. Það var í þessari kirkju, sem skotska sjálfstæðisvfirlýsingin var undirrituð 1320. Tvö bréf voru skilin eftir hjá steinin- um. Annað þeirra var til konungsins, þar sem segir að stuldurinn hefði verið fram- kvæmdur til að leggja áherzlu á ósk Skota um sjálfstjóm. í hinu bréfinu er bæn til skotsku kirkjunnar um að korna því til leiðar að steinninn verði áfram í Skot- landi." (Mbl.) Á þjófnað þennan var nokkuð minnst í siðasta hefti Dagrenningar og gert ráð fvrir að nánar yrði frá atburðum sagt i þessu hefti. Ennþá liefir brezka lögreglan ekki birt neitt opinberlega um leitina að steininum né hvort hún átti beinan eða óbeinan þátt í því, að hann kom aftur í leitirnar. Innan skamms nrun berast nánari fregnir af þessu rnáli öllu. Eini maðurinn, sem um „örlagastein- inn“skrifaði, og alltaf var sannfærður um að hann kæmbí leitirnar aftur, var Adam Rutherford. í grein sem hann nefnir: „The Stone of Scone is Safe" heldur hann því fram, að ekki geti komið til mála, að steinninn verði eyðilagður né fluttur burt úr Bretlandi, því hann sé undir guðlegri vernd, og hvarf hans hafi að líkindum verið gert til þess eins, að „öllum ísrael" skyldi verða kunn saga þessa merkilega steins. Rutherford reyndist sannspár í Jréssu, eins og flestu öðru. /. G. 6 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.