Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 24
trúðu aðeins,“ sagði Jesús við Jairus. Biblían
kennir okkur afdráttarlaust, að trúin er grund-
völlurinn fyrir því að njóta Guðs náðar. „Af
náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú.“ Öll
blessuðu fyrirheitin í Guðs orði mönnunum
til handa, eru bundin því skilvrði að þau séu
móttekin í trú og trausti. Og er þá ekki stærst
af öllu að tileikna sér í bamslegri trú sjálft
lijálpræði Guðs — hið fullkomnaða friðþæg-
ingarverk Frelsarans — þctta, sem hinn vígði
kirkjunnar þjónn leyfir sér að lítilsvirða og
kalla: „einhverja kreddu“.
4. „Allt er borgað fvrir þá.“ Er það ekki
sannleikurinn? Jú, Guðs orð segir okkur ljóst
og ákveðið, að þannig er það. „Manns-sonur-
inn er ekki korninn til þess að láta þjóna sér,
lieldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf
sitt til lausnargjalds fyrir marga.“ Það er hinn
mikli fagnaðarboðskapur til allra syndugra
manna. ,Því að svo elskaði Guð heiminn að
I lann gaf Son sinn eingetinn, til þess að hver
sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi
eilíft Hf.“ „Hann, sem ekki Jiyrmdi sínum
eigin syni, heldur framseldi Ilann fy'rir oss
alla.“ „í Honum eigum vér endurlausnina
fyrir Hans blóð, fyrirgefning afbrotanna.“
5. „Úr klóm djöfulsins.“ Ekki voru postul-
ar Krists í efa um vald og vélabrögð Satans,
það sjáum við á ritum þeirra. Páll gefur Tímó-
teusi þetta heilræði: „... hógværlega agandi
þá er skipast á móti, ef Guð kynni að gefa
þeim iðrun, sem leiði til þekkingar á sann-
leikanum, og þeir gætu endunutkast úr sönru
djöfulsins, hremdir af honum til að gjöra
lians vilja.“ (2. Tím. 2, 26.) „Verið algáðir,
vakið; óvinur vðar djöfullinn gengur um sem
öskrandi ljón, leitandi að Jieim, sem hann
geti gleypt.“ (1. Pét. 5, 8.) „Gefið vður því
Guði á vald, standið gegn djöflinum og þá
mun liann flýja frá yður.“ (Jak. 4, y.) „Þakk-
ið Föðurnum sem hefir ... hrifið oss frá valdi
myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða
Sonar. (Kol. 1, 12—13.)
6. „T’rúa og játa.“ „Því að ef þú játar með
munni þínum Drottin Jesúm og trúir með
hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá
dauðum, muntu hólpinn verða, því að með
hjartanu er trúað til réttlætis, en með rnunn-
inum játað til hjálpræðis.“ (llóm. 10, 9—10.)
Jesús sagði: „Idver sem því kannast við mig
fyrir mönnunum við hann mun ég cinnig
kannast fvrir Föður mínum á himnum.“
(Matt. 10, 32.)
Þegar allt þetta hefur átt sér stað í Hfi
mannsins, fyrir kraft Guðs orðs og Heilags
Anda ]iá hefir hann fæðst af orði Guðs og
Anda — er endurfæddur — frelsaður. Og það
er engin ímyndun heldur raunveruleg björg-
un frá dauða til lífs. „Því að þessi bróðir þinn
var dauður, og er lifnaður aftur, og hann var
týndur og er fundinn,“ sagði Jesús um tý'nda
soninn. (Lúk. 15, 32.)
Kemur nú ekki öllum saman um (sbr. orð
höf. hér að framan) að með orðum Ritning-
arinnar eru vopnin slegin úr höndum árás-
armannsins?
Eins og ísraelsþjóðin þegar hún vfirgaf
Guð, varð að undri og orðskviði meðal Jijóð-
anna, þannig er séra Benjamín að verða að
undri og orðskviði meðal þjóðar sinnar, vegna
afstöðu hans til Guðs orðs. En allir frelsaðir
munu óska þess, að honum auðnist að snúa
við og reyna sjálfur afturhvarfið, á líkan hátt
og Sál frá Tarsus.
IV.
Margt fleira hneykslanlegt segir presturinn
um frelsaða fólkið, og er sumt af Jiví vart
hafandi eftir. Öll þau ljótu orð og hörðu
dómar falla jafnt á alla sanntrúaða menn,
Jiví frelsaður er hver sanntrúaður maður. „Sá
sem trúir á Soninn hefir eilíft líf.“ (Jóh. 3,
36.) Hjá höf. er heldur engin undantekning
og því vandalaust að vita við hvað hann á.
Hann á við allt það fólk, sem af einlægu
hjarta trúir Guðs orði — boðum þess og fyrir-
22 DAGRENNING