Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 10
Þcgar Alþingi kom saman til funda í októ-
berbyrjun, og fjárlög fyrir arið 1951 voru
lögð fram, var gcfið yfirlit yfir ástandið eins
og það var þá orðið.
Fjármálaráðherra landsins, Eysteinn Jóns-
son, sagði við það tækifæri:
„Það verður ekki annað sagt, en alvarlega
liorfi um afkomu þjóðarinnar á þessu yfir-
standandi ári, og valda þar bæði óviðráðan-
legar ástæður og sjálfskaparvíti. Til sjálfskap-
arvítanna teljast hin stórfelldu verkföll og
vinnustöðvanir, sem rakað hafa af þjóðinni
tugi milljóna og hljóta að evðileggja afkomu-
mögulcika hennar gersamlega í framtíðinni,
ef ekki verður hægt að finna heppilegri leiðir
til þess að skera úr ágreiningi um skiptingu
þjóðarteknanna, en svo langvinnar vinnu-
stöðvanir.
Sarnt sem áður er rétt að menn geri sér
far um að sjá það skýrt og greinilega, að þótt
illa liorfi og illa hafi gengið, þá hefði getað
farið enn verr.
Það lá áreiðanlega nærri, að á þjóðina herj-
aði á þessu ári sá draugur, sem einna skæð-
astur er, atvinnuleysisdraugurinn, af fullri
hörku og miskunnarleysi.“
Og ráðherrann heldur áfram:
„Þjóðin tekur á móti rniklu gjafafé. Vegna
þess, hvemig gengur með framleiðsluna hér
hjá okkur, að hún er of lítil, til þess að mæta
þeirri neyzlu, sem þjóðin leyfir sér nú, þá
lifir þjóðin orðið að verulegu leyti á þessu
fé.
Við mcgum vara okkur. Við verðum sann-
arlega að athuga, hvar við erum stödd og
gera gangskör að því að auka framleiðsluna.
Ef við ekki tökum okkur á, getum við orðið
að bónbjargalýð, sem sífellt hækkar tekjur
sínar á pappírnum, framleiðir rninna og
minna, en leitar sér gjafa, til þess að draga
fram lífið, sem smátt og smátt verður ekkert
kóngalíf, ef menn liætta að bjarga sér.
Við erum áreiðanlega í háska stödd í þessu
efni. \7innuáhuginn er of lítill hjá fjölmörg-
um. Menn sýnast engin ráð kunna, til þess að
ráða fram úr vandamálinu urn ákvörðun
kaupgjalds. Þær vinnuaðferðir, sem nú eru
viðhafðar í þeim málum, leiða sýnilega fá-
tækt og þrengingu yfir alla þjóðina.“
(Tíminn 14. okt. 1950).
Við sama tækifæri fórust formanni fjár-
veitinganefndar Alþingis, Gísla Jónssyni,þing-
manni Barðstrendinga, orð á þessa leið, er
hann ræddi um afkonm ársins 1950:
. „Hér hafa að verki verið alveg óvænt og
óviðráðanleg öfl. Sjávarafli hefir brugðist svo
að segja allt árið fyrir Vesturlandi, svo að til
stórvandræða horfir fyrir þá menn, sem þann
atvinnuveg stunda. Síldveiðin fyrir Norður-
landi hefir algjörlega brugðist í sjötta sinn.
Er ljóst hvaða gífurlegt tjón er að því fvrir
alla aðila. Verðfall á saltfiski hefir orðið um
23% á erlendum markaði og bakað þjóðinni
miljóna tap miðað við söluverð síðustu ára,
verð á ísvörðum fiski í Bretlandi fallið svo,
að farmar hafa selst fyrir minna en hálfvirði
á móts við það, sem best var áður, og Þýska-
landsmarkaðurinn, á þessu ári, glataður að
fullu, ef togaradeilan leysist ekki tafarlaust.
— Ilefði hann þó fært þjóðarbúinu r’erulegar
tekjur. Ótíð og illviðri hafa bakað íbúunum
á Austur- og Norðurlandi milljóna tjón, sem
ríkissjóður hefir orðið að taka á sig að meira
eða minna leyti. Og ofan á þetta allt hefir
svo að segja allur liinn glæsilegi nýi togara-
floti, sem kostaði þjóðina á annað hundrað
milljónir og margvíslegar vonir um bætt lífs-
kjör og bættan hag ríkissjóðs eru bundnar
við, verið bundinn í höfn á fjórða rnánuð,
vegna deilu um kaup og kjör þeirra, sem á
skipunum hafa starfað. Og þetta skeður á
sama tíma, sem meðalkaup háseta á þeinr fáu
skipum, sem veiðar stunda er talið að vera um
og vfir fjögur þúsund krónur á mánuði. —
Eru ekki þeir erfiðleikar, sem ég hefi nú lýst
og sem engir eru sjálfskaparvíti nema togara-
8 DAGRENNING