Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 18
að safna saman þjóðum og stefna saman kon-
ungsríkjum til þess að úthella yfir þá heift
minni, allri minni brennandi reiði, því að
fyrir eldi vandlætingar minnar skal allt land-
ið evtt verða.“ En í næsta versi segir hann:
„Já, þá mun ég gefa þjóðunum nýjar hreinar
varir, svo að þær ákalli allar nafn Jahve,
þjóni honum einhuga.“
Vér finnum oftar dæmi þess, að þar sem
talað er um hina miklu erfiðleika í Biblíunni,
er í næsta kapitula á eftir talað um hina miklu
dásemdatíma, sem á eftir fari. Dæmi þessa
finnast t. d. hjá Jesaja í 24. og 25 kapítula.
í 24. kap. lesum við: „Sjá Jahve tæmir jörð-
ina og eyðir hana, hann umhverfir ásjónu
hennar og tvístrar íbúum hennar. — Jörðin
viknar og kiknar, heimur bliknar og kiknar,
tignarmenni lýðsins á jörðu blikna. Jörðin
vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni
búa — þess vegna eyðir bölvun jörðinni og
íbúar hennar gjalda. Þess vegna farast íbúar
jarðarinnar af hita, svo að fátt manna er eftir
orðið. — Jörðin brestur og gnestur, jörðin
rofnar og klofnar, jörðin riðar og iðar, jörðin
skjögrar eins og drukkinn maður, henni svip-
ar til og frá eins og vökuskýli, misgerð henn-
ar liggur þungt á henni, hún linígur og fær
eigi risið upp framar. Og á þeim degi mun
Jahve vitja hers hæðanna á hæðum, og kon-
unga jarðarinnar á jörðu.“ En í næsta kapi-
tula lesum vér: „Og hann mun afmá á þessu
fjalli skýlu þá, sem hylur alla lýði, og þann
hjúp, sem breiddur er yfir allar Jrjóðir. Hann
mun afmá dauðann að eilífu og drottinn
Jahve mun þerra tárin af hverri ásjónu, og
svívirðu síns lýðs mun hann burt nema af
allri jörðinni, því að Jahve hefir talað það.
Á þeim degi mun sagt verða: Sjá þessi er vor
Guð, vér vonuðum á hann, að hann mundi
frelsa oss, þessi er Jahve. Vér vonuðum á
hann, fögnum og gleðjumst yfir hjálpræði
hans.“
Það má ennfremur nefna dæmi, þar sem
heill kapituli er alveg helgaður hinum miklu
erfiðleikum, er \'erða munu við endalokin, en
síðan er næsti kapituli hclgaður hinui miklu
dýrð, er verði á því tímabili, sem á eftir kem-
ur og vér trúum, að nú sé að nálgast. Jesaja
sýnir dæmi þessa í 34. og 3; kapitula. Fyrr-
nefndi kapitulinn byrjar þannig: „Gangið
nær þér þjóðir, að J>ér rnegið heyra! Hlýðið
til, þér lýðir. Heyri það jörðin og allt, sem
á henni er, jarðarkringlan og allt, sem á henni
vcx. Því að Jahve er reiður öllurn heiðingj-
unum og gramur öllum þeirra her: Hann
hcfir vígt þá dauðanum og ofurselt þá til
slátrunar."
En næsti kapituli (35) segir frá því, sem
fvlgir hinum miklu erfiðleikatímum, og er
einn fegursti kafli Biblíunnar. Þar segir:
„Eyðimörkin og hið þurra landið skal gleðj-
ast. Oræfin skulu fagna og blómgast sem
lilja. Þau skulu blómgast ríkulega og fagna af
unaði og gleði. Vegsemd Líbanons skal veitast
þeim, pn'ði Karmels og Sarons. Þau skulu
fá að sjá vegsemd Jahve og prýði Guðs vors.
Stælið hinar máttvana hendur, stvrkið hin
skjögrandi kné! Segið hinum ístöðulausu:
„Verið lmghraustir, óttist eigi! Sjá, hér er
Guð yðar! IJefndin kernur, endurgjald frá
Guði! Hann kernur sjálfur og frelsar yðar.
Þá munu augu hinna blindu upplúkast og
opnast eyru hinna daufu, þá nmn hinn halti
létta sér sem hjörtur og tunga hins mállausa
fagna lofsvngjandi, því að vatnslindir spretta
upp í eyðimörkinni og lækir á öræfunum.
Sólbrunnar auðnir skulu verða að tjömum
og þurrar lendur að uppsprettum. Þar sem
sjakalar höfðust áður við, í bælurn þeirra, skal
verða gróðrarreitur fyrir sef og reyr. Þar skal
verða braut og vegur; sú braut skal kallast
Brautin helga. Enginn, sem óhreinn er, skal
hana ganga. Hún er fyrir þá eina, enginn sem
liana fer nmn villast, jafnvel ekki fáráðlingar.
Þar skal ekkert ljón vera, og ekkert glepsandi
dýr skal þar um fara, eigi hittast þar, en hinir
16 DAGRENNING