Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 14
mönnum fyrir þessu eða hinu! Flokkamir verða að tr)'ggja að allir hafi atvinnu, eða — ef „flokkur" er ekki í stjóm, þá verður „ríkis- stjórnin" að gera það, því hún er hinn sam- eiginlegi yfirhjáguð allra flokkadýrkendanna. Engum virðist koma til hugar, að það sem að er, sé að sú menningarstefna — eða réttara sagt ómenningaisteína, sem þjóðin hefir tekið upp og bókstaflega allir fylgja, eigi sökina. Meðan við meturn lýgina rneira en sannleik- ann, svikin meira en heiðarleikann, blekk- inguna meira en staðreyndina, peningana meira en manngildið, heimskuvísindi Há- skólans og annarra áþekkra stofnana, rneira en heilbrigða skynsemi og trúarlega reynslu, og meðan þjóðin snýr sér ekki frá villunni til Guðs og leitar Hans hjálpar, verður engin breyting til batnaðar hversu miklum tíma og íjármunum sem eytt verður til að „ráða fram úr vandamáíunum", eða til að „finna grand- völlinn“. En — þá vaknar spuringin: Hvemig getur þjóðin snúið við? Svarið er einfalt: Hún get- ur það ekki — fyrr en hún hefir komið auga á, að lnin er á villigötum, og varpar fyrir borð þeirri andJegu forustu, sem hún nú hlítir, því þaðan stafar allt hennar böl. * Á það var minnt í fyrsta lrefti Dagrenn- ingar í fvrra, að Adam Rutherford hefði bent okkur þegar á árinu 1948 á nauðsyn þess, að breyta um stefnu. Hann sagði þá: „Örðugleikamir, sem nú steðja að ykkur, eru fyrst og fremst til þess gerðir að knýja ykkur til að hugsa um, hvað nú skuli gera. Guð mun nú fást við þjóðina sem heild. Árið 1948 er sá tími, þegar Guð mun hefja sér- stakar aðgerðir með þjóðina, og þessvegna er það ekki kynlegt, að þessi fjárhagsvandræði liafa komið vfir land ykkar mjög skyndilega." Og þessi vandræði haldast við enn og hafa þó farið æ versnandi síðan 1948, og munu fara enn sívaxandi, uns breytt verður um stefnu. Rutherford benti okkur þá á orsakir þeirra og voru þau ummæli hans tilfærð í fvrra, og skulu nú tekin hér upp aftur. Hann segir: „Mig skiptir það engu, hvaða þjóðfélags- Jegar eða stjórnmálalegar ástæður eru fvrir þessum fjárhagslegu erfiðleikum, því að hin grundvalJandi skýring á máJinu er andleg. Flefðu vandræðin ekki kornið á einn hátt, þá liefðu þau komið á annan hátt.“ Leiðtogar þjóðarinnar skilja þetta auðsjá- anlega ekki því þeir eru sifellt að reyna að „ráða fram úr vandamálunum" og „finna grundvöllinn“, en ávallt sígur þó á ógæfu- hliðina meir og meir. Það er alveg sama hvaða ríkisstjóm kemur til valda,því hún mun reyna að „leysa vandamálin“ á sama hátt og hinar fyrri reyndu, með mannJegum, efnisJegum aðferðum, sem aldrei geta blessast, vegna þess að forráðamennimir trúa ekki á Guð, þótt þeir fari í kirkju við þingsetningu. Kirkju- höfðingjarnir trúa því ekki heldur, að Guð geti leyst vandamálin, þó þeir fari í kirkju á hverjum sunnudegi, og hafi þar yfir hinar fyrirskipuðu bænir kirkjunnar, því þeir, eins og hinir, trúa á hinn rnikla hjáguð þessarar aldar: villuvísindi nútímans, sem þeir, hið innra með sjálfum sér, taka langt fram yfir Guð Abrahams, ísaks og Jakobs — Guð ísra- els, sem sjálf kirkjan þorir ekki lengur að nefna sínu rétta nafni. Forusta þjóðarinnar, andleg og veraldleg, tilbiður því „guð þessa heims“ — og Páll postuli hefir greinilega tekið af öll tvimæli um það, hver hann er. Meðan svo er, brevtist ekkert til batnaðar um hagi þessarar þjóðar. Það er alveg sama hvað margir togarar verða keyptir til lands- ins, hversu margar verksmiðjur verða byggð- ar, eða hvaða aðrar stórframkvæmdir ráðist verður í, allt mun það aðeins auka á vand- ræðin, óánægjuna og glundroðann, uns þjóð- in verður nauðug viljug, að snúa sér 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.