Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 20
Landinu helga, hinu stærra, sem ná á frá
fljóti Egyptalands til Efrat, eins og Abra-
ham hafði verið heitið. Það er mjög ljóst í
spádómum Biblíunnar, að hvað endurkom-
uuni til Palestínu viðvíkur, þá kemur Júdaætt-
kvíslin á undan hinum eins og við lesum hjá
Sakaria: „Ég mun sh'rkja lnis Júda og ég mun
bjarga húsi Jósefs, og ég leiði þá aftur heim.“
„Drottinn mun einnig bjarga tjöldum Júda
fvrst.“ „Þá segir Jahve: „Á þeim degi mun ég
gera ætthöfuðingja Júda eins og glóðarker í
viðarkesti og sem brennandi blys í kerfum,
og þeir munu eyða til hægri og vinstri öllum
þjóðum umhverfis, en Jerúsalem mun verða
kvrr á sínum stað eins og áður.“ (Sakaria
10:6 og 12:6—7). Með öðrum orðum: Júdaætt-
kvíslin eru þeir, sem ryðja eiga brautina við
endurkomuna inn í Landið helga, undirbúa
allt undir komu Efraims síðar, þó að bæði
Júda og Efraim (Bretar) séu eins og stendur
búnir að glevma þessu, eins og auðséð er af
hinum síðustu erjum Breta og Palestínu-
Gyðinga. En þctta ósamkomulag líður lijá.
Þegar Bretar koma til Landsins helga, sem
Jiá verður miklu stærra cn nú og sannast
hefir hver Efraim er, þá mun .fara eins og
ritað hefir verið: „Þá mun öfund Efraims
hverfa og fjandskapur Júda líða undir lok.“
Síðari hluti 39. kap. Esekielsbókar svnir, að
það verður ekki fyrr en eftir að Guð hefir
frelsað ísrael frá hinni miklu árás Gógs, að
Jiað kemst í kring, að allt „hús Jakobs“ snýr
aftur (þar á meðal bæði Efraim og Júda). Þeg-
ar lokið er viðskiptum við Góg, segir Guð:
„Nú mun ég snúa við liögum Jakobs og misk-
unna mig yfir allan ísraelslýð." (Esekiel
39:25)-
*
Hin mikla uppreisn Gógs og hinna mörgu
bandamanna hans mun verða þriðji þáttur-
inn í „hörmungatímanum mikla“ —
Fyrsti og annar aðalþátturinn eru fyrri heims-
st}'rjöldin 1914—1918 og sú síðari 1939—
1945. En í viðbót við Jiessa aðaljiætti hafa
einnig verið aðrir, sem telja verður minni-
háttar, en jafnvel Jieir hafa verið áhrifa meiri
en áður Jiekktist i sögunni. Benda má m. a.
á rússnesku byltinguna 1917—1918, —
stærstu bvltingu veraldarsögunnar. Um sama
leyti geisaði útbreiddasta drepsótt, sem enn
hefir hrjáð mannkynið — spánska veikin, sem
náði heimskautanna á milli. Árið 1923 komu
stórkostlegustu jarðskjálftar, sem sögur
herma, — jarðskjálftarnir i Japan. Síðan kom
mesta fjárhagskreppa, sem getið hefir verið
um; hún byrjaði um 1929 og náði hámarki á
tímabilinu 1931—1933, en var lokið um 1936.
Á þessum kreppuárum lét forsætisráðherra
Breta, Ramsey Mac Donald, eitt sinn svo
um mælt, að það, sem væri að gerast „væri
engu líkara en að jörðin molnaði sundur
undir fótum vorum.“ Það liefir revnst satt,
að 1914 hófst þrenginga tímabil, meira en
komið hafði síðan mannkvnið varð til, ná-
kvæmlega á þeim tíma, sem spámenn Biblí-
unnar höfðu sagt fyrir.
Árás Gógs muH verða upphaf þriðja og síð-
asta Jiáttar „hönnuugatímans“, sem verða
mun áhrifaríkastur og ná hámarki í
orrustunni á hinum mikla degi Guðs almátt-
ugs. Það er Jiess vegna, sem Guð talar um
hámark Gógsárásarinnar þessum orðum: „Sjá
það kemur fram og verður, segir Drottinn
Jahve, það er dagurinn, sem ég hefi talað
um.“ I Opinberunnarbókinni er talað um
þessa orrustu á hinum mikla degi Guðs í sam-
bandi við Harmageddon. Þrjár mismunandi
skoðanir eru uppi í sambandi við hugtakið
Ilarmageddon.
1. Hin almenna sköðun, að það eigi við
liina miklu alheimsúrslitaorustu milli
góðs og ills við „lok tímabilsins.“
2. Að Jiað eigi bókstaflega við staðinn
Harmageddon eða Megiddo í Palestínu.
3. Að með því sé átt við Jiann stað, þar sem
18 DAGRENNING