Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 13
aði íslenzka þjóðin á þann veg, að allir stjórn- inálaflokkar landsins hnýttu sér aftan í land- ráðalýð konnnúnista og létu hann draga sig til áður nefndra ódæðis verka. Háskólapró- fessorar notuðu pontur Háskólans og hvert tækifæri sem gafst til að svívirða Banda- ríkjamenn og Breta, og reyndu að telja rnönn- um trú um, að þeir væru hættulegir frelsi okkar og menningu. Kirkjan lánaði prédik- unarstóla sína undir lygaþvælu og svívirð- ingar, sem hálfir og heilir kommúnista- prestar voru fengnir til að flytja þaðan og svívirða þannig bæði kirkju landsins og þjóð- ina. Á sjálfu Alþingi óðu uppi úlfar og afglap- ar, sem breiddu gæru þjóðernistilfinninga vfir sinn rauða og rauðskjöldótta rússabúk til þess að blekkja almenning og villa á sér heim- ildir, og kröfðust þess, að Bandaríkjamenn yrðu reknir úr landi tafarlaust og landið látið eftir óvarið með öllu. Ekki einn einasti hinna íslenzku þingflokka þorði að rísa gegn þessum gæruklæddu afglöpum. Þeir revndu aðeins að mýkja þau sár, sem við veittum þessari vin- veittu þjóð með óhappa- og afglapaskapn- um. Var hægt að fullkoma niðurlægingu þess- arar þjóðar á annan hátt betur en þann, að láta einmitt þá þjóð, sem við höfðum sýnt þennan frámunalega fjandskap og lítilsvirð- ingu, gerast til þess að halda í okkur lífinu — ekki með lánum — heldur með gjöfum — stórgjöfum. Þannig refsar Drottinn. En það er eins og margir sjái ekki þessa hlið á málinu, jafn augljós og hún þó er. Það er af því, að menn eru hættir að athuga samhengið rnilli atburðanna, sem gerast. Menn trúa ekki lengur á neina æðri for- sjón. „Vísindin" eru búin að evðileggja Guðs- trú manna með hinum heimskulegu kenn- ingum sínum, kenningum sem ekki eru ann- að en mannasetningar, sem hvergi fá staðist í tímans rás, en eru hreinn hégómi. Skólar okkar allir, frá Háskólanum til barnaskól- anna, eru orðnir heiðnar stofnanir, sem kenna æskulýð þjóðarinnar fánýti og blekkingar, brjóta niður manngildi og siðferðisþrek æsk- unnar og gefa henni í flestu steina fvrir brauð. Þar heyrist Guð aldrei nefndur nema helst í gríni, og Jesú Kristi hefir gjörsamlega verið útrýmt úr kennslubókum þessara heiðnu stofnana. Svipað er að segja um kirkjuna í heild. Hún er eins og rekald innan um öll „vísindasprekin“ og engin viðleitni á sér stað til að rétta þetta rekald við. Afraksturinn er líka eftir þessu: Hverskonar sviksemi og spilling veður alls staðar uppi. Helmingur æskufólksins í skól- um landsins kann ekki lengur bænina: „Faðir vor“, og fjórða hvert bran, sem fæðist í land- inu, er óskilgetið. Þjófnaður, rán, innbrot, sjálfsmorð og manndráp er svo að kalla orðnir daglegir viðburðir í höfuðstað þjóðarinnar og fara í vöxt einnig í hinum stærri bæjum. íþróttafélögin, sem eru nánast tignuð sem hálfguðir, og æskulýðsfélög stjórnmálaflokk- anna, byggja fjárhagsafkomu sína á brenni- vínssölu og allt er eftir þessu. Þetta eru ávextir „menningarinnar" — og af ávöxtun- urn er auðveldast að þekkja tréð. * í fyrsta hefti Dagrenningar 1950 var á það bent hver væri orsök þess, að yfir þjóðina gengju nú erfiðleika tírnar. Ástæðan var þar sögð sú, að þjóðin í heild og allt hennar for- ustulið skilur ekki aðvaranii Guðs. Hvað þýðir að segja: Vér erum í hættu staddir, en hafast svo ekkert að til þess að brevta um stefnu? Leiðtogar þessarar þjóðar eru annaðhvort blindir eða þeir elta hjáguði, sem þeir halda að geti bjargað. Stjómmála- flokkamir eru orðnir að átrúnaði, orðnir eins- konar hjáguðir alls almenings. Ef eitthvað þarf að gera segja menn: „Flokkurinn verður að taka málið upp! Flokkurinn verður að sjá DAGRENNING 11

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.