Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 11
stöðvunin, nægilega miklir til þess að sameina þjóðina til vamar gegn voða, sem hlýtur að steðja að, ef þjóðin lætur sér ekki skiljast það, að sú aðstaða er ekki lengur fyrir hendi, að erlendar þjóðir kaupi af oss mat og vinnu fyrir margfalt \'erð, eins og þær gerðu á meðan þær börðust fyrir lífi sínu og frelsi, og áttu þess einan kost að greiða fyrir þetta hvaða verð sem heimtað var.“ (Mbl. 14. okt. 1950). í þessu sama Morgunblaði er áberandi grein með yfirskriftinni: „Togaraverkfallið hefir eyðilagt karfaveiðarnar og Þýskalands- markaðinn“. í grein formanns fjárveitinga- nefndarinn er glögglega lýst ástandinu eins og það var í október og ekki batnaði það að heldur allt til áramóta, og enn — þegar þetta er ritað um miðjan janúar 1951 — er með öllu óvíst hvort takast muni að koma báta- útgerðinni af stað nema ný gengislækkun í einhverri mynd verði enn framkvæmd. Málsvari Alþýðuflokksins við fjárlagaum- ræðumar í október, Finnur Jónsson, þingm. ísfirðinga, lýsti eins og hinir þeim miklu örðugleikum, sem að hefðu steðjað 1950 og flestir væru sjálfskaparvíti, en sumir þó óvið- ráðanlegir, bætti við upptalningu hinna eftir- farandi upplýsingum: „Svartamarkaðsbrask, okur og vöruvöntun hefir aldrei verið verra.---Öll þjóðin styn- ur undir fargi dýrtíðar. Gengislækkunin hefir skert kjör fjölda manna, svo að þeir eiga nú ekki lengur björg til næsta máls.“ Síðasta kaflafyrirsögn í ræðu hans, sem birt var í Alþýðublaðinu, er þessi: „Ástandið verra en nokkru sinni.“ * Um áramótin 1950/1951 birtu formenn stjómmálaflokkanna vfirlitsgreinar sínar að venju. Þeir víkja að hallærinu, sem herjað hefir til lands og sjávar, en þeir bæta einnig ýmsu fleiru við og þá sérstaklega hinni miklu ófriðarbliku og óvissu sem ríkir á öllum svið- um. Ólafur Thors, ráðherra, og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í áramótagrein sinni: „Lengi höfðu þeir, sem of lítið vissu í þess- um málum, (Lbr. hér) gert sér í hugarlund að ófriðarhættan væri minni en raun ber vitni um. Menn töldu, að gagnkvæmur ótti kommúnista og frelsisvina réði aðgerðum beggja. Nú veit heimurinn betur. Nú skilja aliir, að kommúnistar láta sér ekki næg/a að ráða yfir þriðja hluta veraídarinnar. Þeim nægir ekkert minna en heimurinn allur." (Lbr. hér). Það skvldi nú vera, að „allir“ skildu þetta? Höfundur þessarar greinar leyfir sér að draga það mjög í efa, og bókstaflega ekkert ber vott um þennan „skilning“, hvorki á Al- þingi íslendinga, í Háskóla íslands né í þjóð- kirkju íslands svo þrjár ekki ómerkilegar stofnanir þjóðarinnar séu nefndar. Það getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn skilji þetta nú orðið, og er þá vel farið og mátti varla seinna vera. En formenn stjómmálaflokkanna skýra einnig greinilega frá því hvernig á því stendur, að íslendingar hafa lifað af þetta stórfellda hallæri til lands og sjávar. Og þeim er það til hróss, að þeir draga enga dul á ástæðuna. Ólafi Thors farast þar um orð á þessa leið: „íslendingar hafa á undanfömum árum þegið mörg hundruð milljónir króna af Bandankjamönnum, ýmist sem mjög hagstæð lán, en mestþó að gjöf. Verður að viðurkenna, að þetta fé hefir fleytt okkur vfir marga örð- ugleika og gert okkur kleift, að búa í hag- inn fyrir framtíðina, og án þessa fjár hefði orðið hallæri á íslandi í ár.“ (Lbr. hér.) Hið sama kemur fram í hugleiðingum hinna annara flokksforingja, og í blöðunum er lýsingin á sama veg. Þannig segir t. d. Morgunblaðið í ritstjómargrein 31. des. 1950: „Árið sem nú er að kveðja hefir á marga DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.