Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 12
lund verið sérkennilegt fyrir þjóðfélag vort.
Þess verður minnst sem aflaleysisársins, þegar
á rnenn fóru að renna tvær grímur urn það,
hvort Norðurlandssíldin væri ekki farin veg
allrar veraldar, eins og Austfjarðasíldin hvarf
eftir síðastliðin aldamót, og hvort væri ástæða
til þess oftar, að áætla hundruð milljóna í
þjóðartekjum, af þeirri veiði, sem lrrugðist
hefir sex ár í röð.“
„Ársins verður einnig rninnst fyrir þá sök,
að þrátt fyrir aflaleysi á síldveiðum í sumar,
og 4 mánaða stöðvun togaranna, varð ekki
hallæri liér vegna þeirrar aðstoðar, sem við
urðurn aðnjótandi frá Marshallhjálpinni."
Það er óþarfi að rekja hér fleiri ummæli
blaða eða forustumanna. Um eitt kernur öll-
urn saman, að árið 1950 hafi verið eitt erfið-
asta í sögu vorri hin síðari ár, og vér aðeins
bjargast frá hallæri vegna gjafa Bandaríkja-
manna og annarri hjálp, sem konrið hefir frá
þeim, eða vér öðlast fyrir þeirra afskipti.
Hallinn á utanríkisverzlun íslands varð árið
1950 um 125 milljónir króna og var hann
jafnaður með gjöfum og lánsfé frá Banda-
ríkjunum.
En sagan er þó ekki öll sögð enn. Nýjar
fjárpestir hafa byrjað að gera vart við sig og
lrinar eldri herja enn. Nú virðist og svo, sem
ókenndur sjúkdómur sæki á nautpening
hænda og enginn getur vitað hvílíku tjóni
hann rnuni valda, því svo xrirðist, senr „vís-
indunum“ sé það algert ofurefli að fást við
þessa sjúkdóma.
*
Þannig eru þá eftirmæli ársins 1950 að
dónri þeirra, sem best nrega vita og enginn
bendlar við „spádóma“ eða aðra „yfirnáttúr-
lega“ hluti. Hér er það bláber raunveruleik-
inn, sem talar fyrir munn stjórnmálamanna
þjóðarinnar.
En enginn þeirra minnist á, að þetta var
búið að segja þeim fy'rir, og það fyrir mörgum
árum, því „hinir raunsæju“ sjá hvorki or-
sakir þessa, né skilja, að þetta allt eru afleið-
ingar þess háttalags, sem þjóðin hefir tekið
upp.
Það eru nú full tvö ár síðan okkur var
sagt fvrir að svona mundi fara, nema snúið
vrði við.
Það getur enginn kennt þeim, sem með
stjórn þjóðmálanna fara,um það hvernig farið
hefir. Ekki er aflabresturinn á síldveiðunum
verk stjórnan'aldanna, né heldur hinir dæma-
lausu óþurrkar á Norður- og Austurlandi.
Þá eru ekki heldur nýjar pestir í búpeningi
verk stjórnan'aldanna. Hið sorglega togara-
verkfall má telja sameiginlegt afkvæmi allra
þeirra stjómmálaflokka, sem í landinu starfa,
og glöggt mcrki um hina algjöru ábvrgðar-
leysispólitík, sem nú er rekin hér á landi af
öllum stjómmálaflokkum landsins.
Árið 1950 endaði svo, eins og næstu árin
á undan með allsherjanrerkbanni útgerðar-
manna á vélbátaflotanum og venjulegri alls-
herjarkröfu um að finna „grundvöll undir
útgerðina“, en það er nú búið að vera að
leita að þeim blessaða grundvelli síðan 1930,
og hann er ófundinn enn.
Ekkert ber því ljósari vott en þessi þrot-
lausa leit að „grundvellinum“, að þjóðin er
á alrangri braut. Iienni blessast ekkeit, sem
hún tekur sér fyrir hendur.
En forsjónin lætur okkur ekki aðeins fá
að sjá vesaldónr okkar í þessu ljósi, heldur
knýr hún okkur einnig til þess, að sjá hann í
öðru enn óþægilegra ljósi. Fyrir fjómm árum
1945/1946 rákum við Bandaríkjamenn burtu
úr landinu á þann veg, sem heiðarlegri dreng-
skaparþjóð var ósamboðið í alla staði. Þeir
höfðu varið land okkar í mestu sty'rjöld,
sem sögur hafa enn farið af, og þeir höfðu
rétt fjárliag okkar við, og þeir höfðu blátt
áfram aflient okkur sjálfstæði það, sem þjóð-
in hafði þráð um aldir. Þessar velgjörðir laun-
10 DAGRENNING