Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 19
endurleystu skulu ganga þar. Hinir endur-
kcyptu Jahve skulu aftur hverfa og koma
nreð fögnuði til Zionar, og eilíf gleði skal
leika yfir höfði þeim. Fögnuður og gleði skal
fylgja þeim, en hryggð og andvarpan flýja.“
Hvers vegna skyldu þessar miklu þreng-
ingar og eyðilegging eiga sér stað í lok nú-
verandi skipanar og verða undanfari hinnar
nýju?
Svar við þessari spurningu er að fá í 2.
kapitula Daníelsbókar þar sem hinar drottn-
andi heiðnu stórvelda ríkjasamsteypur síðustu
25 alda eru táknuð með gríðarstóm
mannsmynd úr málrni. Líkamshlutar henn-
ar eru gerðir úr misnrunandi málmum, sem
tákna eiga hin ýrnsu stórveldi, er ríkja skyldu
í heiminum allt frá dögum Daníels og til
endalokanna.
Höfuðið, sem er úr gulli, táknar veldi
Babyloniu á þeim tímum, og þau heims-
veldi sem á eftir fara eru í réttri tímaröð tákn-
uð með ýmsum málmum frá höfði niður að
tám. Hið síðasta í röðinni merkir árásarríkin
á meginlandi Evrópu nú í dag, sem eru ekki
annað en sundurtættar leifar hins forna róm-
verska heimsveldis. Síðan er sagt frá því, að
gríðarlegur steinn sem losaður er úr fjalli, án
þess nokkur mannhönd sé þar að verki, lendir
á fótum líkneskisins og molar það sundur.
Líkneskið molnar allt og verður að dufti, en
steinninn verður að stóru fjalli, sem fyllir alla
jörðina. (Daníel 2. 34—35) Skýringin er gef-
in í 36—45. versi, þar sem sagt er, að steinn-
inn tákni vald Guðsríkis, sem gersamlega
evðir hinum síngjörnu árásarríkjum og legg-
ur síðan undir sig allan heiminn og stendur
að eilífu. Þess vegna eru hinir rniklu erfið-
leikatímar nauðsynlegir, því að ekki er hægt
að stofnsetja hið dásamlega konungsríki
friðarins á jörðunni, fyrr en hin gamla skip-
an, með allri sinni spillingu, hefur verið ger-
samlega afmáð og slíkt getur ekki orðið
nema með miklum þrengingum.
Ritningin segir ekki aðeins fyrir um, hve
langt verði komið í röð heimsveldanna, er
tírnar liinna miklu þrenginga hefjast, heldur
benda tímaspádómar Biblíunnar á sérstök
ártöl.
Frá þeim tíma, er seinna heimsveldi Baby-
loníumanna varð allsráðandi í heiminum, á
dögum Daníels, og þar til upplausn Evrópu
skyldi byrja, og þar með hinir miklu erfið-
leikatímar, telur Daníel að líða eigi „sjö tíðir“.
Eins og kunnugt er, er eitt spádómsár 12
mánuðir, og hver spádómsmánuður 30 dag-
ar, en á mælikvarða Guðs er hver „spádóms-
dagur“ eitt sólarár. Með öðrurn orðurn „sjö
tíðir“ eru sama og 2520 ár alls. Babylon hófst
til valda árið 607 f. Kr., og séu reiknuð 2520
ár frá þeim tíma kemur út árið 1914 e. Kr., en
þá skyldi fyrsti hluti hinna „rniklu erfiðleika-
tíma“ hefjast með því að brotin yrðu niður
„konungsríki þessa heims“. Þetta gerðist á
ráttum tíma, 1914, með fyrri heimsstyrjöld-
inni, sem stóð yfir 1914—1918.
Þessi styrjöld hafði þau áhrif meðal ann-
ars, að Jerúsalem var leyst úr aldalangri und-
irokun, og rættust þar orð Jesú, er hann sagði:
„Jerúsalem piun verða fótum troðin af heið-
ingjunum þar til tímar heiðingjanna eru
liðnir.“ (Þ. e. hinar sjö tíðir.)
Herleiðing Gyðinga frá Jerúsalem til Baby-
lonar hófst 604 f. Kr. og „sjö tíðir“ frá því
ári ná til ársins 1917 e. Kr., og einmitt þá var
Jerúsalem leyst undan okinu, og frá því ári
hafa Gyðingar streymt til Landsins Helga í
æ stærri stíl. Menn skyldu veita því athygli,
að þessi ártöl (604 f. Kr. og 1917 e. Kr.) og
atburðir eiga við Júda-ísrael, þ. e. Júda-ætt-
kvíslina, en ekki við Efraim-ísrael eða hinar
tíu Ísraelsættkvíslir. Endurkoma hinnar
miklu Efraimsættkvíslar til Landsins helga
(en af því er Palestína aðeins lítill hluti)
verður ekki fyrr en síðar, og eigi fyrr en eftir
Harmageddon, er hin mikla sameining Efra-
imsættkvíslar og Júdaættkvíslar á sér stað í
DAGRENNING 17