Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 9
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Leítín að grandvellínum. í fvrsta hefti Dagrenningar 1950 birtist grein, sem nefndist: „Óveðursský á framtíðar- himni íslendinga." Þar var bent á, að hin ís- lenzka þjóð }jrði að gæta sín, því ekki væri bjart framundan, hvorki í alþjóðamálum né á innlendum vettvangi. Þar voru birt um- mæli ýmsra þjóðarleiðtoga vorra um ástand- ið eins og það kom þeim þá fvrir sjónir, og hvergi virtust þeir eygja neina glæturönd. í þeirri grein, var það lagt til m. a., að ráða- rnenn þjóðarinnar í andlegum og veraldleg- um efnum, kæmu sér saman um að beðið vrði fyiÍT síldveiðunum, sem þá höfðu brugð- ist fimm sumuT í röð, en sumar-síldveiðarnar liafa verið einn allra þýðingarmesti þátt- urinn í atvinnulífi þjóðarinnar. Þar var einnig rifjað- upp ýmislegt af því, sem hinn ágæti vinur íslands og velunnari, Adam Ruther- ford, hafði sagt okkur f\-rir um þessi efni. og nefnd mörg dæmi því til sönnunar, að allt það hefði rættst, sem hann hafði sagt fyrir urn málefni íslendinga. En eins og vænta mátti var þessu ekki sinnt í neinu. Þjóðin, ásamt leiðtogum sín- um, flaut sofandi áfrarn að feigðarósi í þess- um efnum. Forustumenn þjóðarinnar, með kirkju landsins í faraibroddi, töldu sér það ekki særna, að biðja Guð urn að senda þjóðinni blessun jarðneskra gæða, hvað þá heldur að þakka lionum veitta vemd á um- liðnum hörmungatímum. í málgagni íslenzku þjóðkirkjunnar stóðu, hinn 17. apríl 1950, sem svar við tillögu rninni um alþjóðar bæna- dag í tilefni af sfldveiðunum, eftirfarandi setningar í grein eftir biskup landsins: „Ég lít ekki svo á, að ástæða sé til þess, að svo stöddu, að biðja um rneiri pcninga eða jarðneska hagsæld. Það er allt annað bænar- efni, sem liggja þyrfti þjóðinni á hjarta.“ Þetta var fyrsta og eina opinbera svarið við tillögunni um að biðja sérstaklega fyrir síld- veiðunum, einni þýðingarmestu atvinnugrein þjóðarinnar, sem þá hafði brugðist rneira og minna fimm sumur í röð. Við, sem sitjum í vellaunuðum embættum, geizlegum eða verzlegum, sem fátækur al- menningur'á sinn þátt í að halda uppi, þurf- um e. t. v. ekki að „biðja um meiri peninga," en sjómönnum, verkamönnum, síldarstúlk- um og útgerðarmönnum, sem standa auð- um höndum bezta tíma sumarins og bíða og vona að þeirn berist björg í bú — síld í net og nætur — þeim mun áreiðanlega nær huga og hjarta að biðja Guð urn björg handa sér og sínum, en að standa að einhvers konar heimsfriðar auglýsingaskrUmi með kommún- isturn og hálfheiðnum svo kölluðu kirkju- deilum, sem sitja á svikráðum hver við aðra hvenær sem færi gefst. Það mátti því búast við, að árið 1950 vrði ekki sérlega blessun- arríkt fyrir land og þjóð þegar það hófst með því, að fyrirsvarsmenn þjóðarinnar neituðu með öllu að leita til Guðs um lausn vanda- mála þjóðfélagsins. * Og nú skulum við rifja upp fyrir okkur „annál“ ársins og láta hann tala: Hér verða nú eins og áður þeir einir leiddir fram á sjónarsviðið sem teljast verða ábyrgir orða sinna og gerða: Pólitískir fyrirsvarsmenn þjóðarinnar. DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.