Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 42
að beita lögreglu ríkisins á sama hátt og gert er í einræðisríkjunum. Hús er tekið á mönn- um um hánótt. Vopnuð lögregla r)'ðst inn á heimili manna, dregur þá út úr rúmunum og ef þeir sýna nrótþróa er kylfan notuð. Næturvfirheyrsla fer fram, lognar sakargiftir bókaðar og ljúgvitni leidcl. Scra Pétur færir allsterk rök að því að þessi árás hafi verið sæmilega undirbúin, en mistekist vegna þess að honum barst hjálp áður en samsæris- lýðurinn gæti laumað „þýfi“ í íbúð hans. Og loks þetta. Samsærisliðið hefir öll háspilin í sinni hendi. Blöð höfuðstaðar- ins, þessi marglofaða „rödd þjóðarinnar", tók yfirleitt málstað samsærismannanna, gegn þeim, sem ofbeldið var framið á. Þjóðviljinn gerðist málsvari fyrir liinni glæpsamlegu að- för að saklausum manni. Morgunblaðið þagði og \7ísir rangfærði frásagnir, en Alþýðublaðið og Tíminn birtu skýrslur um málið, án þess að leggja nokkuð til mála sjálf. „Rödd þjóð- arinnar" var þannig í þessu máli í beinni og óbeinni þjónustu kommúnistasamsærisins. Flokkur séra Péturs, sem liann hafði þá ný- lega verið í kjöri fyrir, rétti ekki htlafingur til að rétta hlut hans, og þjóðkirkjan, sem hann þjónar, var þögulli en gröfin. Leiddur af heimskulegunr ritsmíðum Þjóð- viljans og Vísis í þessu máli, bjó almenning- ur með hinni venjulegu slúðurhneigð sinni til úr þessu stóralvarlega rnáli venjulegar kvennafars kjaftæðis sögur, sem smjattað er á eins og venja er til um slíka hluti. En hér er ekkert smámál á ferð. Kommún- istar gerðu hér tilraun, sem þeim heppnað- ist. Þeir eyðilögðu með skipulagðri samsæiis- staifsemi mannorð eins af sóknarprestum landsins. Þetta var góð byrjun. En tilraun- in sannaði þeim fleira. Hún sannfærði þá um að „réttvísin" á íslandi er hlynt því, að slík aðför sé gerð að borgurum landsins og dómstólar landsins leitast ekki við að grafa fyrir rætur slíkra mála, heldur láta sér nægja vfirborðs athuganir. Lögreglunni, sem til þess er launuð af al- manna fé að vernda borgarana, verður ekki treyst, því innan vébanda hennar eru skipu- lagðir flokkar, sem hin kommúnisku sam- særisöfl geta gefið fyrirskipanir hvenær, sem þeim þykir henta. Allir borgarar þessa lands eru í sömu hættunni og séra Pétur, ef þeir dirfast að liafa aðrar skoðanir en kommúnist- ar, og þora að hakla þeim fram. Mér, sem þetta ritar, kemur þetta ekki á óvart. í mörg ár hefi ég verið einn þeirra, sem hefi bent á þessa sívaxandi hættu af landráðaflokki kommúnista, sem allsstaðar hefir smeygt sér inn og allsstaðar á fulltrúa og erindreka. En þeim ábendingum hefir ekki verið sinnt. Stjórnmálaflokkar landsins hafa í sameiningu haldið hlífiskvldi vfir konrmúnistum og alið þá sem snák við brjóst sitt. Og nú er svo komið að enginn borgari þessa bæjar getur lengur verið óhultur fyrir þeim. Þeir hafa nú sýnt að þeim er í lófa lagið að koma í flíkum sjálfrar lögreglunnar og nafni rcthísinnar inn á hvers manns heimili, ákæra menn fyrir „þjófnað", inn- brot“ eða „kvennafar“ oð eyðileggja þannig mannorð hans og franrtíð. Og yfir þessu heldur þjóðkirkjan, Alþingi, stjómmálaflokkar, dómstólar og „rödcl al- mennings"!! blöðin, vemdarhendi sinni. Er hægt að komast framar á barm glötun- arinnar? /. G. 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.