Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.04.1951, Blaðsíða 41
Stórkostleet alvörumál Nóttina milli 18. og 19. janúar 1950 gerð- ist sá einstæði atburður í Reykjavík, að inn í svenfherbergi eins sóknaqirests utan af landi, er gestkomandi var í borginni, rudd- ist fulltrúi sakadómarans í Reykjavík ásamt fjórum lögregluþjónum og handtóku prest, sem þessir þjónar réttvísinnar kváðu vera staðinn að „innbroti og þjófnaði", þá um nóttina. Fóru þeir með hann beina leið á skrifstofu sakadómaraembættisins, yfirhevrðu hann þar klukkustundum saman, en létu hann svo lausan undir rnorgun, og var þá ákæran runnin út í sandinn og gluggagæjur orðnar árásartilefnið. Snérist nú málið í höndum „réttvísinnar“ og prestur kærði þessa fólgslegu árás á sig sem vonlegt var. Menn áttu alllengi erfitt með að átta sig á máli þessu. Auðséð var strax, að því var stefnt gegn mannoiði piestsins, en hann er einn þeirra sárafáu presta þjóðkirkjunnar, sem þorað hefir að taka upp skelegga bar- áttu gegn stefnu kommúnista bæði innan og utan kirkjunnar, en eins og allir vita sem nokkuð þekkja til hérlendis er hin íslenzka þjóðkirkja svo að kalla alveg í vasa kommú- nista, enda létu yfinnenn hennar sig engu skipta árásina á sóknarprestinn. Prestur sá, sem hér átti hlut að máli, var séra Pétur Magnússon í Vallanesi. Sérstakur rannsóknardómari fékk mál séra Péturs til meðferðar, og síðar fór það fyrir Ilæstarétt og fj'rir báðum dómstólunum var séra Pétur sýknaður af hinni frámunalegu lieimskulegu tyllisök, sem á hann var borin, og höfuðsökudólgurinn, fulltrúi sakadómara, sem framdi hina fólskulegu árás á sóknar- prestinn fékk þann „dóm“, að honum skvldi vikið frá starfi, en sá dómur mun liafa verið framkvæmdur þannig, að maðurinn var fluttur til innan lögreglunnar. Þar með var því réttlæti fullnægt. Nú hefir séra Pétur Magnússon gefið út í bókarformi athugasemdir sínar við rekstur þessa máls og er þar að finna ýmsar merki- legar upplýsingar. Stappar nærri að fullkom- in sönnunargögn séu þar lögð á borðið fvrir því, að aðförin að honum var af pólitískum toga spunnin, skipulögð af kommúnistum og hjálparkokkum þeirra til þess að eyðileggja mannorð séra Péturs. Hann færir að því miklar líkur, að fulltrúi sakadómarans, sá sem handtók Pétur, hafi verið laumu- kommúnisti, „innritaður“ í Heimdall til þess að villa á sér heimildir, og kvensnift sú, sem gerðist til að ákæra séra Pétur fyrir glugga- gæjur að næturlagi, sé einnig kommúnisti, og vafalaust hefir það verið létt verk fyrir „full- trúann“ að finna innan lögreglunnar nægi- lega marga lögregluþjóna með sama lit. * Menn ættu að lesa ritling séra Péturs, því auk þess, sem þar er varpað skýru Ijósi vfir það, hversu dómstólum landsins geta verið mislagðar hendur um rannsókn og meðferð merkilegs máls, hlýtur hver maður að hug- leiða, út frá þeim forsendum, sem séra Pétur færir fram, í hvílíkri hættu þjóðin er stödd, þegar slíkir hlutir sem þessir, geta gerst hér á landi. Þetta er fyrsta tilraun kommúnista hér, til DAGRENNING 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.