Dagrenning - 01.06.1951, Qupperneq 3
BAGRENNING
3. TOLUBLAÐ
6. ÁRGANGUR
REYKJAVÍK
JÚNÍ 1951
Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavík. Sími 1196
i.
Einræðis- og ofbeldisstjórn sú, sem komið hef-
ir verið á í Kina fyrir tilverknað kommúnista-
stjórnarinnar í Kremi annars vegar og fjár-
málaauðvalds Bandaríkjanna og Bretlands hins-
vegar, er ávalit nefnd í fréttum isienzka út-
varpsins — sérstaklega þó I fréttaaukanum frá
Lake Success — „lýðstjórnin í Kína.“
Stjórn þessi, sem auðvitað er engin lýðstjóm
heldur hrein einræðis og ofbeldisstjóm, hefir
komið á margskonar nýungum í Kina og meðal
annars tekið upp all-nýstárlegt réttarfar. Þetta
alþýðuréttarfar eins og það er kallað er í aðal-
atriðum þannig, að fólki er safnað saman á
torgum úti og þangað dregnir þeir, sem kommú-
nistayfisvöldin telja sig eiga sökótt við. Sak-
borningur er síðan ákærður og fær hvorki að
bera hönd fyrir höfuð sér sjálfur né nokkur að
veita honum lið — enda er slíkt lífshætta — og
síðan er það „borið undri fundinn," hvort við-
komandi skuli ekki drepninn og auðvitað er það
samþykkt „mótatkvæðalaust", og „dómnum"
fullnægt þegar í stað við mikil fagnaðarlæti.
Þetta er hin austræna menning. Þetta er
„menning" Einars Olgeirssonar, Halldórs Kilj-
ans, Brynjólfs og Mír-félagsins í Rvik. Þetta
er „menning" fólksins, sem ég einu sinni leyfði
mér að lialda fram að ekki ætti rétt á að starfa
að stjórnmálum eða neinum öðrum opinbreum
málum hér á Iandi en Morgunblaðið varði þá, og
taldi réttast að setja mig í tugthúsið fyrir
að halda slíku fram. Það er ekki áreiðanlegt að
það verði svo ýkja langt þangað til svona rétt-
arfar kemst hér á og slíkir fundir verði haldn-
ir héma á Lækjartorgi. Skríllinn í Reykjavik,
sem safnast á sérhvern skripafund kommúnista
hér, mun áreiðanlega fást til þess að rétta upp
hendurnar með því að „andstæðingar bylting-
arinnar" verði teknir af lífi og ekki mun standa
á „frelsishetjunum frá 30. mars“ að fullnægja
dómunum þegar í stað.
*
Menn tala um þessa atburði með hryllingi,
og ýmsir segja að þeir séu ósannir eða a. m.
k. stórlega ýktir. En það er mjög ólíklegt að svo
sé. Hér er aðeins á ferðinni ný heimsmenning
— hin heiðna heimsmenning — efnishyggju-
menningin, sem við þekkjum svo vel frá síð-
ustu styrjöld. Fangabúðirnar í Þýskalandi og
Rússlandi eru greinar á þessum menningarmeiði.
Kínverjum er ekki Iáandi að taka upp sams-
konar menningu og Þjóðverjum þótti sér sam-
boðin, meðan þeir voru öndvegisþjóð í Evrópu, og
Rússar hafa eflt síðan 1917.
Og þessa „menningu", sem vestrænar þjóðir
fordæma nú, hafa þær sjálfar átt sinn þátt I
að skapa. Hún er skilgetið afkvæmi hinna
heiðnu vísinda og hins heiðna „lýðræðis" vorra
tíma.
'i*
Fátt heflr gerst á síðustu árum, sem sýnir
jafn Ijóslega og alþýðuréttarfarið í Kína, að
„tímabil endalokanna" stendur nú yfir.
Kristur sagði að eitt greinilegasta merkið
um að aldaskiptin væru í nánd væri þetta:
„Bróðir mun framselja bróður til dauða ogfað-
ir barn sitt, og böm munu rísa gegn foreldr-
um sínum og valda þeim dauða" (Mark. 13.
kap.). „Þér munuð framseldir verða jafnvel af
foreldrum og bræðrum og frændum og vinum“
(Lúk. 21. kap.).
„Og þá munu margir hneykslast og framselja
hverja aðra og hata hverjir aðra“ (Matt. 24.
kap.).
I ameríska tímaritinu „Time“ frá því nú í
vor má Iesa eftirfarandi frásagnir:
„Ferðamenn frá Kina, segja frá því, hvemig
menn eru dregnir af járnbrautarlestum og
drepnir á staðnum. Margar gamlar kærur em
nú að koma í dagsins Ijós, þjónustufólk ákærir
fyrrverandi húsbændur sína, verkamenn vinnu-
veitendur og skyldmenni hvert annað.
Sama blað segir einnig eftirfarandi sögu:
DAGRENNING 1