Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 8

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 8
En það sem er óvenjulegt og athyglisvert er það, að einmitt á þessu ári skuli þetta koma fyrir í Gyðingalandi. Áður hefir verið bent á það, að mörg táknin, sem Kristur nefndi, í sambandi við „endalokin“ eru nú sem óðast að koma fram. En þetta tákn — að „sólin sortni og tunglið gefi eigi skin sitt“ hefir enn ekki komið fram. En nú — einmitt nú — á síðasta árinu fyrir umskiytin, verður þetta og með þessum hætti. Vér skulum minnast þess, að Jesú talaði þessi orð við lærisveina sína í Jerúsalem — einmitt þeim stað þar sem myrkvinn verður nú. — Og vér skulum minnast þess, að þá bjuggu í því landi menn, sem kölluðu sig Gyðinga og ísrael alveg eins og nú, en voru hvorugt nema að litlu leyti. Og þetta ástand er nú komið aftur eftir öll þessi mörgu ár. Þetta fólk mun nú fá að sjá þetta „tákn á sólu og tungli“. Flestir hafa haldið að með þessum orðum sínum hafi Kristur átt við furðutákn — þ. e. yfirnáttúrlega atburði eins og áður hafa stöku sinnum komið fyrir. En ef athugað er hvernig Kristur sagði lærisveinum sínum fyrir ýmsa eðlilega hluti til þess eins að styrkja þá í trú þeirra, er það ekki ólíklegt að hann hafi með þessum hætti viljað vekja athygli lærisveina sinna nú á dögum með því að segja það fyrir, að á árinu 1952 mundi slíkur myrkvi verða í Gyðingalandi, og öllum var ókleift að segja fyrir á Hans dögum. Þegar sólmyrkvi verður „missir tunglið einnig skin sitt“ eins og segir í syádóminum. Og orðalagið á þessum spádómi hjá Mattheusi og Markúsi bendir beinlínis til þess, að við sólmyrkva sé átt öðru fremur. Þar segir að þetta verði ekki fyrr en „eftir þrenging þessara daga“ — þ. e. eftir að styrjaldir hafa geisað milli þjóða langan tíma, ýmsir „frelsarar“ hafa komið fram, og miklir landskjálftar, drepsóttir og eyði- legging hefir átt sér stað. Það er því einnig rétt. Er þetta eitt af mörgum táknum þessara tíma — tíma endalokanna? Að dómi þeirra, sem reyna að þýða þessar duldu rúnir er árið 1952, síð- asta árið áður en aldaskiptin sjálf hefjast. Árabilið frá 1913—1917 var fyrsti áfangi „þrenginga tímans mikla“ og á sama hátt verður árabilið 1953—1957 upphafs áfangi aldaskipta tímabilsins, og í þeim þætti missir hin núverandi illa skipan að mestu vald sitt, en hin nýja skipan tekur við undir stjórn Krists og „hans út- völdu“ — hins sanna ísraels — sem Hann „mun safna saman með hljóm- sterkum lúðri frá áttunum fjórum." Þetta ættu menn að hugleiða nú, þegar svo skammt er orðið eftir til aldaskiptanna og minnast jafnframt orða Krists: „Það, sem ég segi yður, segi ég öllum: VAKIÐ!“ J. G. 2 DAGRENNING I i

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.