Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 23
var um samvinnu nasistaflokka skandinavisku landanna. Talið er, að í undirbúningi sé mót norrænna nasista í surnar og eigi að bjóða til fulltrúum þýzka nýnasistaflokksins." Ekki er að efa að hér eru kommúnistar á ferðinni. — Nýnasisminn er aðeins ný teg- und af kommúnisma. ALHEIMS-SAMSÆRI. Hér hefir nú verið drepið á nokkrar helstu blekkingar alþjóðakommúnismans, en liann ógnar nú tilveru frjálsra þjóða um heim allan. Engin barátta gegn kommúnismanum kernur að gagni fyrr en menn skilja eðli þess- arar óheilla stefnu, skilja að hér er ekki á ferðinni venjuleg stjómmálastefna heldur altækt alheimssamsæri, sem nær til allra þátta og allra sviða mannlegs lífs og er vísindalega skipulagt fyrir mörgum áratugum af ýmsum skarpvitrustu mönnum, sem uppi hafa verið. Allir hafa þeir menn, vitandi eða óafvit- andi, verið undir sataniskum áhrifum vfir- skilvitlegra máttarvalda, sem hafa gereyðingu og alheimstortímingu að markmiði. Þegar menn hafa skilið þetta eiga þeir tiltölulega áuðvelt með að átta sig á starfsaðferðum kommúnista og sjá í aðaldráttum næsta stig hinnar rniklu fyrirætlunar þeirra, sem er sköp- un alheims þrældómshúss, svo engin mann- vera geti framar verið frjáls hugsana sinna né athafna á þessari jörð, og að því loknu ger- eyðing linattarins með öllu, sem á honurn er. Fyrir mörgum öldum var þetta áform ráðið og framkvæmd þess var hafin með rússnesku byltingunni 1917. Rússland hefir síðan verið sá kjami, sem þetta veldi hefir vaxið út frá. Það óx hægt fyrstu áratugina, eða meðan verið var að undirbúa lokasókn- ina. Sú sókn hófst 1933 er Hitler var komið til valda í Þýzkalandi í þeim tilgangi að lítrý'ma hemaðannætti Þjóðverja. Allir vita að nú er aðeins lítil sneið eftir af Evrópu, sem Rússar ráða ekki vfir, og í tveim stærstu ríkjunum þar — Frakklandi og Ítalíu — er landráðaflokkur Rússa — kommúnistar — stærsti og öflugasti flokkurinn og þeir ráða vfir miklu af bandarískum, brezkum og rúss- neskum vopnum og eru reiðubúnir til að hefja borgarastyrjöld hsænær sem fyrirskip- un kemur urn það frá höfuðstöðvunum í Moskva. SURTUR VAKNAR. Á sama tíma og rneiri hluti Evrópu var „innlimaður undir kommúnismann" var mikill liluti Asíu einnig „innlimaður" undir sömu stefnu. Er þar átt við Kína og öll þau lönd og héruð, sem Rússar nú ráða þar. Hin óskiljanlega stefna Rosewelts-stjórnarinnar síðustu, átti mestan þátt í því að Kína var áflient kommúnistum. Að fáum árum liðn- um verða Indland og Japan einnig orðin kommúnistaríki, eins og Kína er nú. Og nú er röðin komin að Afríku. Hinn afríkanski „surtur“ er að vakna og þegar hann hefir fengið í hendur skotvopn og skriðdreka þarf ekki að gera því skóna, að hvítir menn fái haldist við lengur í þeirri heimsálfu. „Surtur fer sunnan, með sviga (svika) lævi,“ segir í Völuspá og mun það brátt rætast. PERONISMINN. Rússar vinna og ákveðið að útbreiðslu nýrrar tegundar af kommúnisma í Suður- Ameríku. Höfuðstöðvamar þar eru Argen- tína, og Peronisminn, sem talinn er eins- konar nasismi, er ekki annað en ný tegund kommúnisma. Argentína er að verða full- komið einnræðisríki. Það er athyglisvert að aldrei heyrist getið um ágreining milli Argen- tínu og Sóvietríkjanna, en árlega kemur til árekstra á ýmsum sviðum milli Bandaríkj- anna og Bretlands annarsvegar og Argentínu DAGRENN I NG 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.