Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 34
þær sundur og sýna, að önnur er villukenn- ing, en hin sannarlega kenning Guðs Anda, þá mætir honum slík andstaða og slíkir lileypidómar, að honum fellst venjulega hug- ur, eða honum er algerlega útskúfað af trú- bræðrum hans. Við finnum í þessu tilliti enga undantekningu, þegar rætt er urn hug- takið: ófyrirgefanleg synd. Erfikenning hinn- ar rómversku kirkju vill láta fólk trúa því, að þúsundir svnda teljist ófyrirgefanlegar, og á hverjum degi æfi vorrar eigurn vér á hættu að fremja einhverja slíka synd. Sé þetta satt, hcfir það þær afleiðingar, að fólki er haldið í stöðugri örvæntingu og ótta, svo að það getur aldrei notið blessunar kristilegs líf- ernis, heldur er það þrælbundið þessari klerkastétt og foringjum hennar. Það hræð- ist Guð og heldur, að hann sé líkastur vold- ugum, ruddafengnum lögregluforingja, sem stendur með reidda lögreglukvlfuna, hafandi vökult auga á hverjum, sem brýtur lögin eða fremur einhverja þá synd, sem ófyrirgefanleg er talin, í þeirri von, að hann verði þeirrar ánægju aðnjótandi að sviptamennfrelsuninni, — en frelsunin er gjöf, sem ekki verður tekin aftur, samkvæmt hinum einföldu kenning- um Biblíunnar, — og senda svo hina ógæfu- sömu niður í myrkur og þjáningu eilífs vítis. Guði sé lof, að slík er ekki myndin, sem ég hefi í liuga mínum af Jehova, Guði ísraels og Ritningarinnar. Oss ber að sjálfsögðu að óttast Drottinn, virða hann og hlýða honurn, en jafnframt vill hann, að við elskum sig svo að vér getum orðið innblásin af eðli hans og persónuleika og berum vott gæsku hans og kærleika, réthúsi, miskunnsemi, staðfestu og umburðarlyndis. * Sannleikurinn er sá, að Biblían nefnir hvergi svnd, er sé ófvrirgefanleg. Ég skora á hvern sem er að benda á þann stað í Biblí- unni. Ég veit hvað þér hugsið, og ég veit, að þér munuð segja, að ég hafi á röngu að standa, en gerið svo vel og finnið tilsvarandi orðalag og leitið vel. Það er ekki til í Biblí- unni. Biblían nefnir heldur ekki þá synd, sem fyrirgeri sáluhjálp manna. Ég hefi rann- sakað grandgæfilega, sem prestur og kennari í tuttugu ár, og það eina, sem ég hefi fund- ið, er synd, sem ekki er fyrirgefin urn stund- arsakir. Þér kunnið nú að segja: „Jæja, þetta er aðeins að segja hlutina með öðru orða- lagi.“ Nei, það er vissulega ekki svo. Þetta er tvennt ólíkt eins og ég mun sýna fram á. Það er satt, að Biblían kennir skýrt og greini- lega, að það sé til ein svnd, sem vissum hópi nianua sé ekki fyrirgefin um stundarsakir. Umfram það minnist Biblían ekki, tek ég aftur frarn, á ófý'rirgefanlega synd og ekki eru aðrar syndir, sem ekki verða fyrirgefnar, en þessi eina, þrátt fyrir kenningar hinnar babylonsku klerkastéttar, og þeirra sértrúar- flokka, sem sníða kenningar sínar eftir skip- an þessara klerka, og leiða með því fólk í villu og ótta, og skapa hjá því virðingarlevsi fvrir Guði og Ritningunni. Ég veit, að það eru ýmsar syndir, sem fólk hefir haldið að væru óRrirgefanlegar. Ég mun nú telja upp nokkrar þeirra og benda á livers vegna þær eru það ekki, samkvæmt skýlausum ummælum Ritningarinnar. Óskírhfi er venjulega talin fyrst í þessnm flokki. — Ég skal viðurkenna fyrir yður, að þetta er andstyggileg og hræði- leg synd, sem ekki ætti að fyrirgefast sam- kvæmt neinni merkingu þess orðs. Hún er þó ekki ófyrirgefanleg, og ekki segir Biblían heldur, að það sé sú mesta synd, sem þekkist. Margt gott fólk, sem hefur samþykkt að vísa burt úr kirkjufélagi sínu fólki, sem sekt hefir verið um þessa symd — eða réttara sagt hefir orðið opinbert að henni — hefir sjálft verið sekt um hið sama, ýmist vegna gimdarfullra 28 DAGRENN ! NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.