Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 25
Það er næsta athyglisvert hvernig þessi stofnun starfar. Þær þjóðir, sem kalla sig „frjálsar" eru þar í miklum meiri hluta, en þó geta Rússar með sín 5 atkvæði hindrað framgang allra þeirra mála, sem einhvers virði eru. Aðalstarf Sameinuðu þjóðanna til þessa hefir verið það, að leysa upp nýlendu- ríki Breta og Hollendinga og nú er upplausn- in einnig hafin, að því er Frakkland snertir. Sameinuðu þjóðirnar eru því ekki tæki frjálsra þjóða til eflingar friði og frelsi held- ur virðast þær vera áróðurstæki og útbreiðslu- miðstöð fyrir Sovietríkin, eins og áður er vikið að, en aðalhlutverk þeirra virðist vera það að koma í veg fyrir samvinnu þjóða sem standa á Jíku menningarstígi og vera þannig dragbítur á menningu þeirra þjóða, sem lengst eru á veg komnar. Mikið vandamál hjá Sameinuðu þjóðunum eru trúarbrögðin. Á samkomu þeirra hefir Guð aldrei hevrst nefndur, og hin kristnu sjónarmið eiga þar engin forréttindi. Allt er jafn rétthátt: Krist- ur, Allaha, indversk guðspeki, kínverskur heiðindómur og rússnesk guðsafneitun, svo fátt eitt sé nefnt. Sameinuðu þjóðirnar eru frá upphafi van- hugsað fyrirtæki. Hugsjón þeirra, ef hún er þá nokkur, er óframkvæmanleg. Úr öllum þeim ósamstæða þjóðagraut, sem þar er sam- ankominn, er ekki hægt að mynda samstæða heild. Taft, liinn bandaríski, lýsir þessu vel í bók sinni, sem áður getur: „Heimsríkis hugmvnd- in er fjarstæða," segir hann. „Til þess ríki fái staðist verða þegnar þess að viðurkenna sömu grundvallar reglumar og standa á svipuðu menningarstigi. Það er engin leið að sameina undir eina stjóm lýðræðisríki og einræðis- ríki. Kristindóm og Múhameðstrú, Brama- trú og trúleysi. Það er ekki hægt að sameina í eitt jafnréttisbandalag hámenntaðar þjóðar og hina frumstæðustu þjóðflokka." Til þess að þjóðasamtök geti komið að einhverjum notum verða allar þjóðir sam- takanna að viðurkenna í \'erki sömu gmnd- vallarreglumar á svipaðan hátt og kristnar þjóðir byggja á Móselögmáli sem grundvelli siðmenningar sinnar og löggjafar. Það er hægt að hugsa sér samstarf þjóða um eitt og eitt mál eða málefnaflokk, ef hann er þess eðlis, að hann snertir ekki grundvallarágreiningsmál þjóðanna, en póli- tískt, alþjóðlegt samstarf alls þessa ólíka fólks, er óhugsanlegt og óframkvæmanlegt. NÁTTÚRUHAMFARIR. í fyrsta hefti Dagrenningar 1951 var á það bent að á árinu 1951 mundi taka að bera meira á ýmsum náttúruhamförum og stór- slysum en áður, því það væri eitt tákn þess, að endalokin væru í nánd. Þetta reyndist svo. í amerísku riti, ný- komnu, segir: „Jarðskjálftafræðingar skýra frá því, að á árinu 1951 hafi verið meira um jarð- skjálfta en á nokkru öðru ári síðan jarð- skjálftamælingar hófust.“ Ein af „plágum“ ársins, sem ekki hafa gert vart við sig um lang- an aldur svo verulegt tjón hafi hlotizt af fyrr en nú, var engisprettu faraldurinn, sem geisaði á s. 1. ári í Asíu. Engisprettufylkingin sem sveif yfir höfuðborg Indlands mældist vera tíu rnílur á lengd og hún var svo þétt að á meðan hún fór yfir var engin leið fyrir flugvélar að liefja sig til flugs. Þessi smádýr dreifðu sér um komakra Asíulandanna og skemmdu uppskeruna svo mjög að stórfelld lmngursneyð vofir nú yfir þar. Flugvélar voru notaðar í baráttunni við engisprettumar og kom það að nokkm liði, en þó varð ekki sigr- ast á þeim til fulls. Athyglisverð eru og hin stórkostlegu ílóð sem farin eru að koma hingað og þangað á jörðunni. Má minna á flóðin í Kanada sem m. a. ógnuðu Winnipeg borg og flóðin í Pódalnum á Ítalíu, sem ekki eiga sér neina hliðstæðu í Evrópu svo langt DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.