Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 36
um, þá finnst mér að vér séum sekir um að leggja nafn Drottins við hégóma. í tíma og ótíma nota menn nafn Drottins í sambandi við allskyns hégómleg orðatiltæki. Þá erum við, ef til vill, sekir um brot á þessu boðorði. Þar sem allir hafa brotið þetta boðorð, þá hljótum vér að játa, að það finnst fyrirgefning b'rir þessa synd, að öðrum kosti mundi eng- inn hljóta sáluhjálp. Ýmsum er það rnjög viðkvæmt mál, að ekki sé hent gaman að fólki af ýmsum sértrúarfJokkum, sem hefir ýmsa tilburði í frammi, er koma vegfarendum til að skop- ast að aðferðum þeirra. Sumir segja, að það sé ófyrirgefanleg synd. Biblían nefnir það alls ekki synd, þó að skopast sé að slíkum hópum, ef þessir trúflokkar starfa ekki í sam- ræmi við Ritninguna, heldur eru útsendarar Satans, þegar farið er að rýna starf þeirra ofan í kjölinn og bera starfsaðferðir þeirra saman við orð Guðs. Satt er það að vísu, að Guð kcnnir oss að vér skulum ekki dæma, en jafn- framt biður hann oss að vera athugul og taka eftir ávöxtunum, því að „á ávöxtunum skulið þér þekkja þá.“ Ef vér sjáum trúflokk eða hóp manna, sem í siðvenjum sínum, trú eða starfi eru í ósamræmi við kenningar Biblíunn- ar og iðkar listir Satans og vér hendum gam- an að þeim eða skopumst að þeirn og komum upp um þá, þá höfum vér beinlínis gert Guðs vilja, en kristninni gagn og alls ekki syndgað. En þrátt fyrir þetta er ég mjög varkár í þessu tilliti af ótta við að mér geti skjátlast. Ég er mjög seinn til að gagnrýna menn og gæti af þeim sökum vel orða minna. Ég rcvni að vera umburðarlyndur og ber virðingu f\'rir flestum mönnum. * Ef þér snúið yður að fólki eins og það ger- ist og gengur og spyrjið það hvað það álíti, að sé ófyrirgefanleg synd, þá geri ég ráð fyrir að svarið verði oftast: „Vantiú“. Ég játa, að þetta hljómar fallega, en það er hvorki rök- rétt né heldur í samræmi við Ritninguna. Athugum það nú sjálf. Hugsum um það. Hversu margir álítið þér að hafi móttekið Jesú k'rist, sem hinn persónulega frelsara sinn á þeim aldri, sem þeir verða fullveðja, og fundið hinn sannfærandi kraft Heilags Anda? Ef til vill ekki einn maður af þúsund. Ilvað verður þá um hina 999, sem fresta frelsuninni og gerast sekir um að hafna Kristi? Gerast með öðrum orðum sekir um trúleysi? Ef trúlevsi \’æri þannig ófvrirgefan- leg svnd, þá væri 999 menn af hverju þúsundi glataðir að eilífu. Sennilega er enginn til, sem trúir því, að því sé þannig varið. Það er rétt, að það er hættulegt að slá á frest frelsun sinni og trú á Krist, en vér getum ekki trúað því, að þótt þetta sé hættulegt, að vér með því fyrirgerum sáluhjálp vorri. Einu sinni stjórnaði ég vakningarsamkonm í Texas, ná- lægt E1 Paso. Síðasta fundarkvöldið kom maður um sjötugt og gekk Kristi á liönd. Hann viðurkenndi að hafa bæði verið drvkkjumaður og óskírlífur. I raun og veru hafði hann drýgt flestar þær syndir, sem nefndar eru í Biblíunni og vísað Kristi á bug í 60 ár, en hann frelsaðist dásamlega þetta kvöld, og það sýnir, að trúlevsi er ekki hin ófyrirgefanlega svnd. Nú kunnið þið að spvrja: Jæja, ef engin af þessum syndum er svndin, sem ekki h’rir- gefst, hver er hún þá? Ég skal játa, að ég hefi eytt mestum tíma í að segja yður hvaða synd- ir það séu, sem eru ekki ófyrirgefanlegar. En nú verður auðvelt að tjá yður í stuttu máli hið gangstæða. Vér skulum lesa í orði Guðs: í Mattheusarguðspjalli (12, 31. og 32.) segir: „Þess vegna segi ég vður, að sérhver svnd og lasmæli mun verða fvrirgefið mönnunum, en lastmæli gegn Andanum mun eigi verða íyrir- gefið. Og liver sem mælir orð gegn mann- syninum honum mun verða Rrirgefið, en 30 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.