Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 29
grundvöllinn að ríki Krists — hinu eiginlega Guðsríki á þessari jörð — sem hefjast mun árið 1994. Biblían segir oss, að á því undir- búningstímabili — („endurreisnardögum Hans“) muni margar þjóðir koma og gerast af írjálsum vilja aðilar að samtökum ísraels, og þeim þjóðum á öllum að veita \dðtöku. Það er hin rétta stefna en hin stefnan er röng og leiðir til tortímingar, að ganga í félag þjóða, sem afneita í orði og verki flest- um eða öllum þeim boðorðum, sem Drott- inn hefir sett þjóð sinni, ísrael. Á árinu 1952 mun Atlantshafsbandalagið eflast enn frá því sem nú er. Það verður í framtíðinni ekki aðeins hemaðarbandalag heldur samfélag frjálsra þjóða. FALSFRIÐUR. Hér að framan hefir nú verið bent á ýms mestu vandamálin á alþjóðavettvangi, sem líkur em til að hæst beri á árinu 1952, og að- stöðuna í alþjóðamálum, sem nú er næsta ískyggileg fyrir hinar svonefndu „frjálsu þjóðir“ heims. Ef vér athugum hugtakið „frjálsar þjóðir“ sjáum vér strax að þær einar þjóðir eru „frjálsar", sem lifa í skjóli hinna engilsaxnesku stórvelda, Bretlands og Banda- ríkjanna. Þjóðirnar austan jámtjaldsins eru allar ófrjálsar svo er og um Asíuþjóðirnar flestar. Indland er þar eiginlega eina undan- tekningin og þó er frelsið þar allmjög á ann- an veg en með hinum vestrænu þjóðum. Frakkland og ftalíu væm bæði ófrjáls ríki nú, ef þau nytu ekki vemdar og stuðnings hinna engilsaxnesku stórvelda. Árið 1952 — sérstaklega fyrri hluti þess og jafnvel allt fram í október/nóvembermánuð mun einkennast af friðar og afvopnunartali og í sambandi við það margháttaðri tilrauna- starfsemi til að koma á því, sem kallað er „friður“, en er í rauninni aðeins falsfrðiur, sem notaður verður til enn meiri styrjaldar- undirbúnings en áður. Reynt mun verða að koma á „frðii“ í Kóreu, „friði“ í Egyptalandi, „friði“ í Persíu, „friði“ á Malakkaskaga, „friði“ á Norður-Afríkuströnd „friði“ í Suð- ur-Afríku o. s. frv. Þá mun og reynt verða að koma á „samkomulagi“ um „afvopnun" og „evðileggingu“ kjarnorkuvopna. Rússar munu efla „friðarhreyfingu“ sína um heim allan. Fávísir og blekktir blaðamenn og útvarpsfréttaritarar hinna frjálsu þjóða — sem allir eru óbeint, og flestir án þess að vita af því, undir stjórn hins vestræna fínans- kapitalisma — bandamanns Sovietríkjanna, — sem „skipuleggur allt þeirra starf og „býr til“ allar þeirra fréttir — mun keppast við að telja fólki trú um, að nú sé loksins „friður- inn“ að koma — hinn varanlegi friður frarn- tíðarinnar. En trúið þessu ekki. Svikafriðartímabilið 1952, og fram undir ágústmánuð 1953, er undanfari síðasta þátt- arins í Harmagedon átökunum, sem standa yfir frá 1913/1917 til 1953/1957 eins og skýrt hefir verið áður frá í þessu riti. Sovietríkin eru enn ekki tilbúin og þess vegna slá þau undan á öllum sviðum í bili. Þeirra sigurvonir liggja í því að spilla sambúð Bretlands og Bandaríkjanna, og veikja sam- tök frjálsra þjóða svo sem unnt er, þar til þau eru þess megnug að ráðast á einum og sama degi á allar mikilvægustu stöðvar Atlants- bandalagsins, og lama þannig með skyndi- árás hemaðarmátt þeirra. Þótt Sovietríkin séu fyrirfram dæmt til að tapa styajöldinni fær enginn sagt um hví- líka ógn og eyðileggingu þau muni leiða y£ir allt mannkyn, og þá eins hinar frjálsu þjóðir. Það fer að vísu nokkuð eftir því hve mikið þær láta blckkjast af hinni fölsku friðarstefnu. Margt bendir til þess að Sóvietríkin muni beita áhrifum sínum nú — eins og 1948 — til að stvðja áframhaldandi völd Demokrata í Bandaríkjunum, því þau telja sér ávinning að DAGRENN I NG 23

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.