Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 41
þeir gert sér þar einhverja flugvelli, og má þá geta nærri, að slíkar framkvæmdir eru þymir í augum Rússa. Lega Svalbarða er sú gagnvart Noregi, að ráði Rússar yfir eyj- unum geta þeir hindrað siglingar til Noregs um norðanvert Atlantshaf, og er því ekki ólíklegt að Norðmenn vilji hafa þar sem öflugastar bækistöðvar, en Rússar telja auð- vitað slíkar bækistöðvar fyrst og fremst ógn- un við Sóvietríkin. Ein ástæðan fyrir hinum síendurteknu ákærum Rússa út af Svalbarða gæti einnig verið sú, að skapa sér átyllu til að hefja þar sjálfir opinberlega byggingu hemaðarbæki- stöðva, og er þar þá notað hið gamla þjóð- ráð Hitlers, að bera öðrum það á brýn, sem menn ætlast fyrir sjálfir, til þess að skapa þann veg ókyrrð og árekstra, sem réttlæta eiga síðar hinar ólöglegu aðgerðir. í brezka tímaritinu Intelligence Digest birtist nú í liaust eftirfarandi grein undir nafinu LEYNDARDÓMUR SPITZBERGEN. „Seint í ágústmánuði síðast liðnum sat Koniev hershöfðingi, yfirmaður allra herja sovietlýðveldanna í Evrópu, ráðstefnu í kast- ala einum nálægt Prag, ásarnt helztu rnönn- um tékknesku stjómarinnar. Fréttir hafa borizt af því, sem þar skeði. * Margt bar á góma á þessari ráðstefnu, og loks var tekið að ræða um amerískar herstöðv- ar víðs vegar um heiminn. Koniev hlustaði um stund á athugasemdir Tékkanna um „árásarstöðvar" Bandaríkjamanna, svo sem ísland, Grænland og Alaska. Því næst sagði hann, að þó að Rússar hefðu ekki hátt um sig, skvldi enginn ætla, að þeir sætu aðgerða- lausir. Þeir væru líka að koma sér upp her- stöðvum, sem hefðu engu minni hemaðar- lega þýðingu en þær amerísku. Hann ræddi á víð og dreif um hinar miklu herstöðvar í Siberíu, norðan heimsskauts- baugs, en þaðan væri hægt að senda sprengju- flugvélar bæði til að ráðast, á skip á Kyrra- hafi og einnig á helztu iðnaðar- og fram- leiðslustöðvar Ameríku. í þessu sambandi gat einn Tékkanna þess, að Ameríkumenn gætu, allt um þetta, haldið uppi siglingum, óhindrað, um Atlantshafið. Koniev varpaði þá fram athugasemd, sem. vakti mikla athygli áhevrenda. Hann sagði: „Við höfum einnig aðstöðu til að ráðast á siglingaleiðir Atlantshafsins. Það mun ekki verða hægt að flytja vörur til Englands óhindrað. Á þeirri stundu, sem styrjöld skell- ur á, mun koma í ljós, að við höfum herstöð, þar sem engan grunar nú, og ekki stendur að baki herstöðvum þeim, sem Bendaríkja- menn hata norðan heiinsskautsbaugs." Þetta beinir athyglinni að siglingaleiðum Norður-Atlantshafsins. Það eru til evjar í Norður-íshafinu, sem eru lítið þekktar. En af einni þeirra höfum við talsverðar fregnir —- Spitzbergen. =1: Um fimmtíu árum áður en fyrri heims- sty'rjöldin skall á, höfðu Nofðmenn, Svíar og Rússar deilt um yfirráðin yfir Spitzbergen. Árið 1920 gerði æðsta herráð Bandamanna samning, þar sem svo var ákveðið, að Norð- menn fengju yfirráðin. Árið 1925 urðu Sovét- lýðveldin aðili að samningnum. í samningnum voru tvö þvðingarmikil atriði. Allar víggirðingar voru bannaðar, og þeir, sem undirrituðu sáttmálann, máttu nýta auðlindir eyjarinnar. Þetta síðara atriði var Rússum sérstaklega í hag, því að Spitz- bergen er rnjög kolaauðugt land. í heirns- styrjöldinni hafði eyjan rnikla hernaðarlega þýðingu með tilliti til siglinganna til Mur- mansk, og gerðu Þjóðverjar loftárás á hana og evðilögðu útvaqjsstöðina og sprengdu námuverkbólin í loft upp. Breskt herskip flutti síðan rússnesku hermennina burt. DAGRENNING 3S

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.