Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 14
sjávar, sem okkur er nauðsvnlegur. Og það, sem meira er: Ef við yrðum neyddir til að taka upp þá stefnu, yrðum við á sömu stundu að varpa fyrir borð okkar gömlu, margreyndu hernaðaraðferð og taka upp aðra, sem beindi að okkur hinum uggvænlegustu hættum. Árið 1914 sendum við her, sem tilvera Breta valt á, til meginlandsins. Hann var ger- eyðilagður á fáeinum vikum. Ef kraftaverkið við Marne hefði ekki skeð, hefðum við staðið opnir h'rír þýzkri innrás. Lærðum við nokkuð á þessari lexíu? Alls ekki. Árið 1939 gerðum við sömu villuna aftur. Og það var einungis vegna þess, að ein af hugsýnum Hitlers gabbaði hann, að herinn var ekki gereyðilagður við Dunkirk árið 1940. Vegna annars kraftaverks gátunr við bjarg- að mönnunum, en mistum öll hernaðartæk- in. Afleiðingin var sú, að mánuðum sam- an stóðum við opnir fvrir þýzkri innrás, ef Hitler hefði þorað að hætta á hana. Sem bet- ur fór gerði hann það ekki. Til að auka á hættuna, sem vfir okkur vofði, höfðu hernaðarflugvélar okkar — sem einar liefðu getað komið í veg fyrir loka- ósigur okkar — verið sendar til verndar Frakk- landi, sem var á fallanda fæti. í sex vikur höfðum við engan flugflota, unz Dowding flugmarskálkur kom þessum málum á réttan kjöl. ❖ Ef við hefðunr beðið ósigur, hefði ekkert, jafnvel ekki Ameríka með öllum sínum stvrk- leika, getað fært Evrópu frelsi á ný. Vegna þess, að við gátum varizt innrás, gátum við bjargað sjálfum okkur, Evrópu og ef til vill Ameríku líka. Og hvað getum við af þessu lært? Það, að við ættum aldrei framar að hætta á það, að her okkar yrði sigraður á h'rsta stigi megin- landsstyrjaldar. Fyrsta skylda hans er sú, að verja þessa eyju. En hvaða stefna er það, sem nú er verið að troða inn á okkur? Það er sú stefna, að beina aðalvörninni að meginlandi Evrópu í stað heimalands okkar. Það er stefna, sem gengur í þá átt, að ef aðrar þjóðir falla, eins og áður hefir skeð, er úti um okkur líka. Það er til of mikils mælzt að ætlazt til að þrjú kraftaverk gerist á einum mannsaldri. Og stjóm þeirra herja, sem líf okkar vrði undir komið, mundi ekki verða að öllu leyti í okkar höndum. Við vrðum lítið annað en hjól í alþjóðlegri vél. Væri sú stefna lieppileg fvrir Bretland? \ríð viljum halda sjálfstæði okkar, eins og herra Eden hefir sagt. Með húgkvæmni, sem er sérkennandi fyrir okkur, höfum við snúið þátt í þróun mann- kynsins, sem gengur eins og gullinn þráður gegnum söguna. Við álítum ekki, að við höfum glatað hæfi- leikum okkar, trúum því ekki, að heims- veldi okkar sé að líða undir lok. \hð erum stoltir af forni frægð og trúunr því, að enn nreiri frægð bíði okkar. Og við álítum, að þeirri frægð getum við aðeins náð með því að ráða leið okkar sjálfir. Og þar höfunr við á réttu að standa.“ Hér lýkur grein blaðamannsins. Það má gera ráð h'rir að þessi ágreiningur verði öllum augljós á árinu 1952. Með því að neita þátttöku í Evrópuhemum losa Bret- ar sig undan yfirstjóm Bandaríkjamanna að því er herstjórn snertir og her þeirra verður sjálfstæður og lvtur aðeins breskri vfirstjórn. Það er mikil þykkja í Bandaríkjamönnum í garð Breta fyrir þessa afstöðu og spillir þetta samvinnu þeirra einnig á öðrum sviðum. S DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.