Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.02.1952, Blaðsíða 15
ÁGREININGURINN INNAN SAMEIN- UÐU ÞJÓÐANNA. En þessi afstaða Bretanna getur þýtt miklu meira en þetta eitt, og það er mjög líklegt að áður en langt er liðið á árið 1952 fari að bera á því, að um Bretland og samveldislönd þess fari að losna í samtökum Sameinuðu þjóðanna. Ágreiningurinn út af því livort Suður-Afríka eigi að hafa á hendi vemdar- gæslu í hinum görnlu nýlendum Þjóðverja í Afríku hefir nú orðið til þess, að Suður-Af- ríka hefir gengið af þingi Sameinuðu þjóð- anna og öll samveldislönd Bretaveldis sátu hjá við aðalatkvæðagreiðsluna um það mál. Sameinuðu þjóðimar hafa heldur ekki á neinn hátt — nema síður sé — stutt málstað Breta nokkurs staðar síðustu tvö árin. Bretar eiga nú í miklum fjárhagsörðug- leikum og ])að gæti vel farið svo, að Chur- ehill þætti nokkuð þröngt um Breska heims- veldið í samtökum Sameinuðu þjóðanna þeg- ar hann á að fara að hafa þar einhver afskipti. Það er meira en lítið athyglisvert, að Chur- ehill skyldi ekki ávarpa þing Sameinuðu þjóðanna þegar hann, rétt fyrir Ameríkuför sína, skrapp til Parísar til fundar við franska stjómmálamenn. Bretar finna það vel að bæði Sameinuðu þjóðimar og Bandaríkin sty'ðja óbeint tilraunir Rússa til að sundra Breska samveldinu, og Churchill er ekki lík- legur til að taka því með allt of mikilli undir- gefni þegar hann hefir áttað sig á því til fulls hvemig spilin liggja. Margt bendir því til þess nú, að Bretar hyggi á algjöra stefnubrevt- ingu í utanríkismálum og mun sú stefnu- brevting koma greinilega fram á síðari hluta ársins 1952. Hin einkennilega samstaða Rússa og Banda- ríkjanna í ýmsum þýðinganniklum alþjóða málum, og nánar verður vikið að í köflunum um Bandaríkin og Sovietríkin, er nú orðin mörgum undrunar- og áhvgggjuefni, því hún er augljós og óumdeilanleg þrátt fy'rir hina vfirborðslegu andstöðu ríkisstjórna þessara ríkja hvorrar til annarar. BANDARÍKIN. Sú þjóð jarðar vorrar, sem örlög mannkvns- ins velta nú mest á, er, án nokkurs efa Banda- ríki Norður-Ameríku. Þessi unga og dásam- lega þjóð er nú sem óðast að taka við forystu hlutverki sínu, og því hljóta hin eldri stór- veldi að hverfa í skugga þess um stund, eða þar til þau hafa gengið í gegnum hreinsunar- eld endursköpunarinnar. Enginn skal þó ætla, að Bandaríkin séu nein englaþjóð, sem hvorki sé á blettur né hrukka, síst af öllu ef sá dómur er lagður á þau af mönnum hins gamla skóla stjómmálarefja og pólitískra loddara- lista. Með hverju árinu sem líður verður þessi nýja þjóð, sem Guð hefir „safnað saman frá mörgum þjoðum“, voldugri og voldugri ef mælt er á hinn vtri mælikvarða. Bandaríkin eru nú eina þjóðin, sem Rússar telja standa í vegi sínum til fullra heimsyfirráða. Barátt- una gegn Bandaríkjunum verða því Soviet- ríkin að reka með nokkuð öðrum hætti en gegn þeim þjóðum, er þau geta sýnt beinan eða óbeinan yfirgang, eða náð völdum hjá með því að efla opinbera landráðaflokka — kommúnistaflokka — innan vébanda ríkj- anna. Bandaríkin verður að vinna með svikum innan frá og það er einmitt sú hættan, sem nú vofir yfir Bandaríkjunum. Þetta sjá og viðurkenna flestir þeir menn, er best R'lgjast með málum á alþjóðavettvangi. BARDAGAAÐFERÐ HÖGGORMSINS. Njósnarkerfi Sovietríkjanna er vafalítið hvergi betur skipulagt en í Bandaríkjunum og það, sem hættulegast er, er að fjöldi DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.